the
 
the
föstudagur, desember 30, 2005
Náttfatapartýið snilldin ein!

Já þessi hópur er nú ekkert venjulegur. Við kynntumst í verkfræðináminu og höfum haldið sambandinu síðan. Í gærkvöldi var semsagt náttfatapartý... og eins og við var að búast var alveg þvílíkt gaman. Við gistum svo 9 stykki á gólfinu og borðuðum svo skonsur, rúmstykki, kaffi og snúða í morgunmat :)
Ágætt að vera virðulegur verkfræðingur í framtíðinni sem fer úr húsi einu sinni á ári með sæng og kodda til að fara í náttfataparty með öðrum TMC meðlimum...

Æfingar ganga annars bara rosalega vel þessa dagana þótt ég geri enn ekki mikið á öxlina. Hún er þó loksins öll að koma til og ég vona að ég geti farið að stökkva eftir um mánuð.

Húsið er að tæmast rólega en aðeins einn hvolpur er eftir. Hann verður þó sóttur núna á sunnudaginn svo það fer að komast meiri ró yfir heimilishaldið hérna. Ég hef nú reyndar ekki þurft að hugsa mikið um þessi grey.

Og eitt enn: Ég náði báðum prófunum!!!
Fjúff fegin að það er búið og þá á ég aðeins 25 einingar eftir.....
posted by Thorey @ 20:06  

2 Comments:

At 11:16 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Gleðilegt nýtt ár elsku dúllan mín! Til hamingju með að vera búin að ná prófunum. Nú fer að styttast í það að þú útskrifist. Frábært alveg.

Ég er búin að vera reyna senda þér sms á gamla númerið!! Hefur þú fengið þau eða ertu með þetta þýska í notkun?

kv. Hildur

 
At 3:01 e.h., Blogger Thorey said...

hæ og takk kærlega fyrir og gleðilegt ár sömuleiðis.

Ég fékk sms frá þér svona um 05 eða 06 í nótt en það stóð reyndar á því 01:30 eða svo. Það hefur bara borist mun seinna heldur en þú sendir það.
Takk ska du hav...:)

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile