the
 
the
miðvikudagur, janúar 25, 2006
Hugrenningar

Hvað eru margir sem hafa tekið eftir því að það eigi að þrefalda stærð Álversins í Straumsvík? Þessi áætlunargerð hefur einhvern veginn bara flotið framhjá á mjög þögulann hátt. Nú er víst allt tilbúið, búið að samþykkja allt og Alcan sjálft þarf bara að segja já, leggjum í´ann.

Hvað með Vallarhverfið nýja? Hvað með Hvaleyrarholtið og golfvöllinn? Svo ég spurji nú ekki um loftið okkar Hafnfirðinga. Ekki mundi ég vilja búa þarna eða stunda íþróttir í þessarri nálægð við eiturstrompana. OJ!

Svo er sagt að þetta sé svo hreint og fagurt land. Ég veit ekki hversu lengi við eigum að geta nýðst á landinu til að það flokkist enn í þann flokk. Allavega er víst að iðnvæðingin er hafin á Íslandi, á sjálfri 21.öldinni.

Hvar á að fá vinnuaflið í svona verksmiðju? Ég hef að sjálfsögðu ekkert á móti innflytjendum en er ekki nær að hafa álverin nær því fólki sem vill vinna svoleiðis störf? Af hverju þurfum við að gera allt á einu bretti núna? Af hverju ekki að skoða virkjanamöguleika og halda þeim bara opnum? Er Landsvirkjun ekki bara að hugsa um eigin rass?

Já mér er sko spurn!!!
posted by Thorey @ 21:00  

3 Comments:

At 11:24 f.h., Blogger Rikey Huld said...

Ég er alveg sammála þér þó svo að ég búi ekki í Hafnarfirði. Svo er líka eitt sem ég skil ekki, þeir ætla að margfalda stærð álversins en þynningarsvæðið stækkar samt ekki. Ég skil það ekki.....

 
At 11:44 f.h., Blogger Thorey said...

Já og Hafnarfjarðarbær vill víst fara fram á að mengun verði ekki aukin. Ég veit ekki heldur hvernig þeir þykjast ætla að fara að því...

 
At 9:39 f.h., Blogger Hildur said...

Svo reka þeir starfsmenn sem eru komnir í hæsta launaflokkinn því þeir týma ekki að borga há laun. Níðast frekar á unga fólkinu. Hef ekkert álit á þeim og vonandi fer stækkunin með þá á hausinn...(ég veit svolítið ýkt en engu að síður mín skoðun)

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile