fimmtudagur, febrúar 02, 2006 |
|
Íslandsmeistaramótið í samkvæmisdösum
Nei ég er ekki búin að skipta um grein en mun þó hljóta þann heiður að fá að setja mótið á laugardaginn. Ég var með pínu fyrirlestur á laugardaginn inná ÍSÍ fyrir úrvalshóp unglinga í hinum ýmsu íþróttagreinum og þar var Birna Bjarnadóttir formaður DSÍ. Hún hafði svo samband við mig og spurði hvort ég væri til í að hafa smá ávarp og setja Íslandsmeistaramótið í samkvæmisdönsum. Þetta finnst mér voða spennandi og ég hlakka til að fara í höllina um laugardaginn. Oh ég væri svo til í að læra samkvæmisdansa. Alltaf verið draumur en einhvern veginn aldrei haft partner í það... hmmm Ég var reyndar búin að skrá mig á tango námskeið (ein...) í þýskalandi núna í janúar en það varð aldrei af því fyrst ég kyrrsettist á klakanum.
Jæja hálsbólgan er loksins að lagast. Mjög langt síðan ég hef fengið svona svaðalega hálsbógu en ég fékk eitthvað voða lyf sem bjargaði mér frá því að fá kvef svo ég komist nú í speglunina á mánudaginn. Ég hef því tekið það mjög rólega þessa viku og lítið æft. Vona að eftir speglunina geti farið allt á fullt sem fyrst.
Fimmtudagar eru agalegir. Er í tíma frá 8:15-9:25 og svo aftur kl 16-17... ég er þó búin að vera ofurdugleg í dag og hef setið inn á bókasafni að læra. Já ótrúlegir hlutir gerast. Ætla svo að skella mér á æfingu strax eftir tímann.
Adios |
posted by Thorey @ 14:38 |
|
|
|
|
1 Comments:
Gott að þú sért að lagast af hálsbólgunni. Sniðugt að fá lyf til að fá ekki kvef líka. Maður fær alltaf kvef á eftir hálsbólgu nefnilega.
Gangi þér vel að læra
Skrifa ummæli
<< Home