the
 
the
þriðjudagur, janúar 31, 2006
Toyota

Búin að vera á lánuðum bíl frá Toyota síðustu viku og mun ég fá að aka um á bíl frá þeim eitthvað af þeim tíma sem ég verð hérna heima. Ég á ekki flug út aftur fyrr en 20.mars svo það mun létta mér lífið til muna hér að hafa bíl. Enda vonlaust að vera bíllaus þegar maður þarf að mæta í skólann, oft 2x í sjúkraþjálfun á dag og æfingu inn í Reykjavík þegar maður býr lengst inn í Hafnarfirði (sem er b.t.w besti bærinn...)

Hálsbólgan er nú lítið skárri í dag. Gat varla stunið upp orði í morgun en dröslaðist þó í tíma. Er þó mætt fyrir framan sjónvarpið núna, þar sem ég mun líklega eyða restinum af deginum. Gaman að fylgjast með handboltanum og er alveg þrusuleikur á móti rússum núna. Rosalega eru þeir góðir Íslendingarnir, vona að seinni hálfleikur verði jafn flottur og sá fyrri.
posted by Thorey @ 15:21  

1 Comments:

At 8:31 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Rosalega eru Toyota góðir- frábært að fá bíl lánaðan, svona á að gera þetta !!! Annars er ég mjög ánægð með að þú skulir vera svona lengi heima þó auðvitað sé leiðinlegt að standa í meiðslum.´ÉG ætla reyna að hætta að vinna um helgar svo ég hafi tíma í eitthvað skemmtilegt !! Er farin að sakna þess að hitta þig líka svo láttu þér nú batna og við gerum eitthvað :)

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile