the
 
the
fimmtudagur, febrúar 16, 2006
Staðan

Ég hitti lækninn minn í gær og hann sagði að ég ætti ekki að fara í aðgerða á þessarri stundu. Ég eigi bara að styrkja öxlina ofur vel og sjá hvort það dugi ekki. Ef ég fer úr lið þá fer ég bara úr lið og ég fer þá í skurð. Það er semsagt góður möguleiki á að þetta jafni sig bara með styrktaræfingunum og allt verði í gúddí.

Ég heyrði reyndar örstutt í Tim í gær og hann er búinn að redda mér færasta axlarskurðlækninum í Þýskalandi. Ekkert minna takk! Þetta er frakki og getur gert svona aðgerð án þess að endurhæfing taki marga marga mánuði. Ég gæti því skellt mér bara undir hnífinn og látið gera við þetta í eitt skipti fyrir öll.

En svo koma aftur sprautumeðferðir til greina en það er alltaf spurning hvað svoleiðis virki vel á eitthvað sem er rifið. Vinur minn frá Kóreu sagði mér frá þeirri meðferð og kom hann mér í samband við þann lækni.
Þjálfari Silju er svo að tala við annan lækni sem er með svipaðar sprautumeðferðir. Hann er að kanna þetta allt saman og er að athuga hvað gæti verið best fyrir mig.

Ég er semsagt bara með höfuðið í bleyti milli þess sem ég reyni að læra (og margir aðrir líka :) ).

Ég hef komist að einu í gegnum þessi meiðsli mín. Ég vissi það reyndar fyrir en ekki svona svart á hvítu. Ég á alveg ótrúlega gott fólk að allsstaðar úr heiminum sem er tilbúið til að leita að lausnum fyrir mig og hjálpa mér að komast aftur sem fyrst á brautina. Ég er jafnvel búin að fá skilaboð frá keppinautum mínum, t.d Monicu Pyrek, sem segjast sakna mín á mótunum sem eru í gangi núna og búið var að bjóða mér á.

Svo á maður auðvitað góða vini og fjölskyldu hérna heima sem styðja við mig og þykir mér rosalega vænt um það.

Þetta mun semsagt verða allt í lagi :)
posted by Thorey @ 12:20  

5 Comments:

At 12:41 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Gott að heyra að leit að bestu lausn er í fullum gangi- aðstæður eru óðum að batna ;)

 
At 2:06 e.h., Blogger Hildur said...

Gott að heyra þetta - allt saman :o) Það er sko augljóst að það eru margir tilbúnir að gera allt fyrir þig. Það er heldur ekkert skrýtið því þú ert svo æðisleg og frábær manneskja sem gerir allt fyrir alla :o)

Knús og kram frá Árósum

 
At 4:42 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Auðvitað vilja allir fyrir þig gera Þórey! Enda ertu frábær íþróttakona hvar sem þú kemur fyrir og keppir! Ég segi bara eins og allir aðrir..hlakka til að sjá þig sterka á brautinni ;)
Sigrún Fjeldsted.

 
At 8:44 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Haltu áfram að vera svona sterk :)
...auðvitað vilja allir sjá þig sem fyrst á brautinni enda frábær íþróttakona hér á ferð ;) Það kemur mér heldur ekkert á óvart hversu fólk er duglegt að hjálpa þér, þú myndir gera það sama án þess að hika ;)
...sækjast sér um líkir ;)

Ylfa.

 
At 10:27 f.h., Blogger Hafdís Ósk said...

Þegar á móti blæs sér maður oft frekar hverjir vinir manns eru! Sumir geta bara glaðst með manni á meðan aðrir eru alltaf til staðar og alltaf reiðubúnir að rétta fram hjálparhönd!

Þú ert greinilega rík - átt mikið af góðum vinum!

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile