| 
                        
                          | þriðjudagur, febrúar 14, 2006 |  
                          |  |  
                          | Smá léttleiki 
 Ég verð að deila pínu litlu með ykkur.  Ég er búin að vera að hlægja með sjálfri mér i allan dag og var rétt sprungin úr hlátri inn í bakaríi í hádeginu. Ein.
 
 Ég kíkti á Oliver á laugardagskvöldið og ég fékk lúðalegustu pick up línu sem ég hef heyrt á ævinni.  Hún er samt svo lúðaleg að hún verður næstum því sæt.  Svo var ég semsagt í hádeginu út í bakaríi og ég held að gaurinn hafi verið þar sem sagði þetta við mig.  Setningin var semsagt:
 
 "Heyrðu, hérna... hmm, má ég aðeins reyna?"
 
 Ég var akkúrat á leiðinni út af Oliver og vinkonan þegar farin á undan svo ég var að drífa mig.  Þannig að svarið mitt var einfaldlega:
 
 "Nei"
 |  
                          | posted by Thorey @ 14:48   |  
                          |  |  | 
2 Comments:
Hehehehehe....hann reyndi nú samt .... :-)
hehehehe já þetta er æði pickup lína... haha
djö var hann góður...
Silly
Skrifa ummæli
<< Home