fimmtudagur, mars 02, 2006 |
|
Skrítinn dagur
Þetta var svona dagur tilfinninga, staðreynda og verkefnavinnu. Dagur sem þurfti að koma líklega. Ég tók eiginlega allan tilfinningaskalann í dag þegar ég fékk þær fréttir að sprauturnar í Mexico sem ég hafði verið að hugsa um, muni ekki virka. Heyri síðan að hægt sé að laga þetta með aðgerð og ég komin á fulla ferð eftir 3 mánuði en heyri svo að ég gæti byrjað að æfa eftir 3 mánuði en ekki sjéns á að geta stokkið þá alveg strax. Ég hef talað við c.a 6-7 lækna og allir segja þeir misjafnt og að þeirra aðferð sé sú besta og ég eigi að fara eftir þeirra ráðum. Ekkert skrítið að maður sé orðinn dofinn af rugli í hausnum.
Aumingja krakkarnir sem ég er í verkefna vinnu með. Það er msn, skype, símtal til Þýskalands og USA á milli matlab kóða og skýrslugerðar. En þrátt fyrir að dagurinn hafi verið eiginlega ömurlegur þá er það nú þessu brjálaða verkefni að þakka að ég fer í rúmið sátt við lífið. Ég kynntist nefninlega frábærum krökkum í gegnum verkefnið og þeim tekst að halda brosinu á lofti. Það er eiginlega bara langt síðan að ég hef hlegið svona mikið :) Búin að vera í allt of djúpum pælingum síðustu mánuði.
Ég vona að ákvarðanartakan fari að taka enda og ég geti komið smá ró á hugann minn. |
posted by Thorey @ 23:02 |
|
|
|
|
8 Comments:
Gangi þér vel og ég er viss um að þú tekur rétta ákvörðun, hvur sem hún verður.
Ákvarðanir eru ekki mín sterkasta hlið. Þannig að ég get því miður ekki hjálpað þér við hana þó ég glöð vildi! Ég efast ekki um að þú finnir það rétta í stöðunni!
Leitt að heyra með að sprauturnar virki ekki en samt er gott að fá málin á hreint og komast að því strax heldur en eyða bæði tima og peningum þarna úti án árangurs. Nú sleppuru allavega við að missa úr skólanum sem hefði verið virkilega erfitt. Þegar einn möguleiki er farinn þá eru færri eftir og leiðin að ákvörðun orðin styttri* Ég veðja á aðgerð í Þýskalandi en þú finnur besta kostinn mjög fljótlega. ENdilega bjallaðu ef þig langar að gera eitthvað annað kvöld sæta mín :)
Æi já þetta er auðvitað Hugrún, spurning um að breyta þessu nafni sem ég pósta undir á blogginu mínu ! ;)
Ég þekki þig alveg skýjadísin mín :)
En já takk stelpur fyrir kommentin. Mér tókst að taka ákvörðun og ég verð bara að telja mér núna trú um að hún sé sú rétta.
Ég er alveg viss um að þú hafir tekið rétta ákvörðum sæta mín :) það er svo erfitt þegar allir vilja meina að sitt sé best og blabla.. það hefur ekki auðveldað þetta.. en þú ert svo sterk ;)
verðum að hittast við tækifæri, hvað segurru um kaffihús or somthing, plata hinar með :) ..hlæja eins og síðast á vegó.. vá hvað ég skemmti mér vel síðast með ykkur :D
Ylfa.
Vonandi fer ad leysast ur thessari erfidu stodu hja ther... Thad hlytur ad finnast einhver god lausn...
Barattuknus fra Grenoble,
Asdis
cheap jordans
yeezy boost 350
goyard wallet
jordan shoes
cheap nba jerseys
kd shoes
chrome hearts online
adidas shoes
adidas outlet
coach factory outlet
Skrifa ummæli
<< Home