laugardagur, mars 11, 2006 |
|
HM í frjálsum
er í gangi núna og ég er bara heima á klakanum fjarri góðu gamni. Það var þó gaman að mótið var sýnt í sjónvarpinu og er ég búin að sitja límd. Mörg skemmtileg úrslit í dag. T.d fannst mér gaman að sjá sænska hástökkvarann, Linus, ná í 3.sæti en ég man eftir honum þegar hann var pinku pons, 13.ára, á æfingu með mér og Völu í Malmö. Svo er Bryan að standa sig mjög vel í tugþrautinni en hann er víst búinn að vera mjög veikur síðan hann mætti til Rússlands. Með matareitrun. Það er nú ekki ávísun á árangur sú skemmtilegheit. Gaman var að sjá æfingafélaga Silju vinna grindina en æfingavinkona mín hún Silke Spiegelburg hefði mátt fara hærra í stönginni eins og Monica Pyrek. Hefði viljað sjá hana taka silfrið frekar en Önnu Rogowsku. En að sjá Svetlönu Feofanovu ná bronsinu eftir erfið meiðsli er hvetjandi. Svo var hún líka bara orðin svo hugguleg :) Gaman að því.
Annars er ég búin að keppa tvisvar núna í vikunni. Fyrst í kareoki og aftur í gær í parakeppni í dansi í afmælinu hjá Danna úr TMC. Við Danni gerðum okkur lítið fyrir og sigruðum.... Enda stórkostlegt danspar þar á ferð.... |
posted by Thorey @ 18:11 |
|
|
|
|
8 Comments:
Hæ Þórey og takk fyrir síðast....HAHAHAHAHHAHAAHAHA Þið voruð ÆÐISLEGT DANSPAR!!!! :)
Hefði viljað sjá það....
...sigruðu?? þið RÚSTUÐU þessu vægast sagt!! ég náði því meira að segja á video þegar þú þrykktir Danna í kollhnísinn og ég kafnaði úr hlátri þegar ég horfði á það í gær ;)
hahahahah aumingja danni var að drepast í hálsinum á eftir...
en að sjálfsögðu var sársaukinn þess virði því að við sigruðum...
og hann varði bara í hálfa mínútu.
Takk fyrir síðast og takk fyrir góða skemmtun í danskeppninni. Þetta var besti paradans sem ég hef séð í mörg ár - þvílík samhæfing;)
TAKK TAKK :)
Gott að heyra Danni! Fjúff
flott síða :) flott hjá þér vildi óska að ég hefði séð þig í fíling í karokee :) he he kveðja Hjördís hlakka til að sjá þig :)
Skrifa ummæli
<< Home