the
 
the
föstudagur, mars 24, 2006
Loksins komin dagssetning

Já það er komið að aðgerðinni. Ég fer út vonandi á mánudag og næ þá sólahrings lay-over í Leverkusens til að heilsa upp á liðið og setja smávegis í tösku. Þarf líka nauðsynlega að skila straumtæki sem ég er búin að vera með í láni frá lækninum minum en átti að skila í byrjun janúar...
Fer síðan á þriðjudeginum til Mílanó, tékk á miðvikudag hjá lækninum og svo skorin á fimmtudag.
Mér er mjög létt við þessar fréttir. Nú tekur batatímabilið loksins við en auðvitað er ég drullu kvíðin fyrir að vakna upp og vera að drepast. Þetta verður samt bara allt í lagi vonandi.

Búin að vera super busy í skólanum alla vikuna og afsaka ég því lélega bloggsíðu. Ég hef heldur ekkert að segja þegar ég bara læri allan daginn og fer svo á æfingu og heim að sofa... En ég mun reyna að bæta þetta upp næstu vikur.

Hildur vinkona er loksins komin heim en þó bara í nokkra daga. Hún býr í Danmörku og ég hef ekki séð hana í 15 mánuði. Það er langt síðan ég hef fengið svona mikið sjokk við að hitta eina manneskju (síðast þegar ég rakst á Nínu á Kastrup fyrir tilviljun þegar ég bjó í Svíþjóð... fékk flog...). Hildur er búin að vera á DDV og þvílíkur árangur. Hún hefur nú alltaf verið falleg stelpan en vá, hún er gullfalleg núna.
Til hamingju elskan :)

Farin að hitta hana Hildi mína á kaffihúsi :)
Bis bald
posted by Thorey @ 20:23  

9 Comments:

At 4:19 e.h., Blogger Ásdís said...

Góða ferð og gangi þér vel í Mexíkó :)

 
At 10:21 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hmmm ekki alveg Mexíkó heldur Mílanó .... En já gott að heyra hvað þú komst fljótt að í aðgerðina úti- best að ljúka þessu af ! Þetta á eftir að ganga vel engar áhyggjur því þú verður í höndum þeirra bestu :)

 
At 11:44 e.h., Blogger Ásdís said...

úbbs...póteitó...pótató ;)

Gangi þér allavega vel....

 
At 12:29 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Takk dúlla og gangi þér vel í aðgerðinni og góða ferð...kv. Hildur

 
At 8:45 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Gott að drífa þetta af, góða ferð sæta og gangi þér ofsalega vel í aðgerðinni, ég lofa að skal senda þér fullt af góðum hugsunum :)

Ylfan

 
At 2:15 e.h., Blogger Katrin said...

Gangi þér rosaleg vel í aðgerðinni :O)

 
At 6:20 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Gangi þér vel í aðgerðinni og enn betur eftir hana :)

Baráttukveðjur,
Bjössi og Rakel

 
At 9:08 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Gangi þér vel í aðgerðinni...

 
At 6:07 e.h., Blogger Thorey said...

Takk elskurnar... :)

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile