laugardagur, apríl 29, 2006 |
|
Meiri afmæli
Til hamingju Bryndís mín með 28 ára afmælið. Það styttist í að prófin mín klárist og eitt það fyrsta sem ég mun gera er að bruna til ykkar. Get ekki beðið!! Vona að dagurinn þinn verði góður.
Ég er byrjuð að mæta í Laugar á morgnanna. Koma upp smá grunnþoli áður en ég get byrjað að skokkað og byjað að æfa í frjálsíþróttahöllinni. Fínt að fara þarna í Laugar, tvær tegundir af hjólum og svo er fínt teygjuhorn fyrir mig með allskonar smátólum til að nota við grunnstyrktarþjálfun. Ég hef varla hreyft mig núna í mánuð og líkaminn finnur vel fyrir því. Og jú hausinn líka...
En þotin semsagt í Laugar núna og svo verður það Vr-2 til miðnættis. Stálvirkin fá að njóta sín í dag.
P.s Kíkið á bakþanka Guðmundar Steingrímssonar í dag. Þessi maður er bara snillingur. Ég hreinlega bíð spennt eftir laugardagsfréttablöðunum til að lesa pistlana hans. |
posted by Thorey @ 10:06   |
|
|
2 Comments:
Takk fyrir Þórey mín, það var gaman að heyra í þér á laugardaginn. Gangi þér vel og ég hlakka til að sjá þig :)
kveðja Bryndís
Hey beibi!
jaeja ta er ad lata reyna a faernina i oislensku lyklabordi....
Var bara ad komast i tolvu nuna...
tad er buid ad vera brjalad ad gera
skoda, versla og versla meira!
farid ut 8 a morgnana ok komid heim 10-11-12 a kvoldin.
Var td ad skrida inn a hotel nuna a Long Island.
setti sma ferdasogu hinumegin.
tjekk it at
kv
Rakelan
Skrifa ummæli
<< Home