fimmtudagur, apríl 20, 2006 |
|
GLEÐILEGT SUMAR!!!
Loksins er sumarið komið og skólaseta fer að taka enda. Ég hlakka rosalega til sumarsins sem verður öðruvísi í ár en mjög mörg síðustu sumur. Ég ætla að vinna á Hönnun, ferðast um Ísland, fara í giftingu til Katyline, kíkja líklega til útlanda í frí og njóta sólarinnar. Ég hlakka samt mest til þess þegar öxlin mín verður komin í lag og ég get farið að æfa á fullu uppúr júlí.
Eigið þið gott sumar öllsömul! |
posted by Thorey @ 15:00 |
|
|
7 Comments:
Maður verður að vera formlegur og segja gleðilegt sumar sömuleiðis ! Gott að þessi langi vetur er á enda og sumarið á næsta leyti (sumarveðrið þeas) :)
Ég kíki reglulega hingað og mig langaði bara til að senda bestu batakveðjur til axlarinnar þinnar.
Sumarkveðja frá Auði Atla úr verkfræði.
Takk kærlega Auður, gaman að heyra frá þér.
Hey!
Gleðilegt sumar!!
Hlakka mikið til að hafa þig hérna í sumar og etv bralla ehvað með þér!
-manst að við ætlum að taka eitt almennilegt áður en langt um líður! ;o)
kv
R.
Gleðilegt sumar :O) það verður sko fjör hjá okkur í júní !!
Hæ sæta og gleðilegt sumar sömuleiðis :) Hvernig væri að kíkja hingað á afmælinu mínu :) hihihi grín...en öllu gríni fylgir smá alvara. Ég á afmæli á laugardegi bara svo þú vitir það.
Annars gangi þér rosalega vel í prófunum. Ég hugsa til þín frá London :)
Já stelpur mínar það er eins gott að þið skemmtið mér í sumar.... undir ykkur komið hvort ég vilji nokkurn tíma eyða sumri hér aftur... ;)
Danaveldið er góð hugmynd og fer í hugmyndabauk sumarsins.
Skrifa ummæli
<< Home