the
 
the
miðvikudagur, apríl 19, 2006
Vá þvílíka ævintýrið!!!

Ég er komin heim eftir of stutta og fatlaða ferð en samt frábæra. Ég hefði svo viljað geta farið á hundasleða, vélsleða ofan í 20m djúpan helli en það bíður betri tíma. Ég gerði margt annað jafn skemmtilegt. Ég tók þó ekkert of mikið af myndum en læt hér nokkrar fljóta með frá Longyearbyen.

Fyrsta myndin er frá flugvellinum en þetta var nú bara eins og að koma á Ísafjörð um hávetur.



Næsta mynd er bærinn þar sem ég var. Búa um 2000 manns þarna að ég held og aðal farartækið er snjósleði.



Þetta er svo aðal göngugatan með búð og pósthúsi. Mér tókst að versla. Keypti rosalega góð moonboots frá Timberland á aðeins 6000kr! Var bara nokkuð sátt að þramma upp á hótel í jöklaskónum.



Þetta er svo hótelið sem ég bjó á. Spitsbergen hotel. Flottasta hótelið í bænum að sjálfsögðu :)



Að lokum er hér loftmynd sem ég náði eftir flugtak.

posted by Thorey @ 19:14  

5 Comments:

At 7:31 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæ og hó!
Velkomin til baka!
Þetta hefur eflaust verið frábært að fá að sjá þetta þarna uppfrá...
Væri alveg til í að fara þarna með þér einhverntíma! =O)
Stefna á það fyrir 50 ára afmælið??? ;)
heyrumst
Rakelan

 
At 8:06 f.h., Blogger Hildur said...

Geggjað :) Hvað varstu annars að gera þarna?? Spyr sú sem ekki veit. Kannski ertu búin að margsegja það og ég bara svona treg :)

 
At 10:50 f.h., Blogger Thorey said...

Já það var geggjað :)
Ég var bara í smá fríi, kíkti á skólann og bara upplifa smá ævintýri. Hafði alltaf langað til að fara þangað. Frétti reyndar að Geir H Haarde hafi komið þangað um leið og ég fór en því miður missti ég af honum....

 
At 1:28 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hummmm ég bjóst nú við aðeins öðruvísi bloggi... hehe...
Gott að þú skemmtir þér sæta!

Siljan

 
At 8:40 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

haha hlakka til að heyra ferðasöguna sæta ;)

Ylfan.

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile