the
 
the
fimmtudagur, apríl 27, 2006
1. mánaða

Öxlin mín er eins mánaða í dag! Ég óska henni innilega til hamingju með það :) Hausinn á mér verður alltaf glaðari og glaðari eftir því sem hún eldist. Ég held allavega að hann hafi tekið rétta ákvörðun með að velja aðgerð og er ég því mjög ánægð með hann...

Annars ganga hlutirnir bara vel og eiginlega framar mínum vonum. Mér finnst alveg ótrúlegt að hugsa til þess að fyrir mánuði lifði ég á Parkodin Forte og samt að drepast og núna mánuði síðar er ég næstum því farin að geta sett hárið í tagl... Ég get lyft hendinni að munnninum og því borðað án vandræða en ekki alveg komin upp í höfuðhæð. Verkirnir eru miklu miklu minni og bara ef ég hreyfi mig vitlaust finn ég til.

Þessa dagana sit ég bara á bókasafninu í VR-2 og reyni að læra fyrir þessi blessuðu próf. Klára 15.maí og get ekki beðið. Þá á ég bara 5 próf eftir sem ég klára á næsta ári. Eftir prófin ætla ég að reyna að kíkja til Þýskalands og heilsa upp á félagana þar og taka góðar æfingabúðir til að koma mér af stað í æfingunum. Ég get nefninlega akkurat byrjað að skokka eftir síðasta prófið. Þá verða liðnar 6 vikur frá aðgerð.

Back to Holz aufgabe... Er í trévirkis pælingum í dag. Njótið góða veðursins fyrir mig...
posted by Thorey @ 10:31  

4 Comments:

At 6:28 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hey!
Til hamingju með afmælið öxl!
Vertu nú góð og láttu þér batna, og reyndu að vera ekki með nein leiðindi!
Það er gott að heyra að þetta sé allt að skríða saman.
Vona að þú rúllir upp prófunum!
heyrumst!
bæjó!
Rakelan
ps
on my way you know where!!!

 
At 6:36 e.h., Blogger Björn Margeirsson said...

Innilega til hamingju með öxlina og hversu hratt og vel hún þróast!

Kraftaverkin gerast enn og við erum að verða vitni að enn einu slíku... :)

 
At 9:42 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Gangi þér vel í próflestrinum og gott að heyra að það gengur svona vel hjá þér með öxlina.
kveðja Bryndís

 
At 11:23 e.h., Blogger Hafdís Ósk said...

Til hamingju með skjótan bata so far - vona að hann haldi áfram að vera hraður! Vá, hvað tíminn líður hratt!

Naut veðursins bara í gegnum gluggann í dag, samt ótrúlegt hvað lundin léttist í meiri birtu! Miklu skemmtilegr að læra undir próf þegar sólin skín á mann heldur en þegar rigningin dynur á rúðunni - þá er maður reyndar ekki að missa af neinu en...Mér finnst voða gott að fá ferskt loft inn um gluggann sem frystir mig ekki inn að beini!

Gangi þér vel í prófunum!

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile