|  Ég er búin í prófum og komin í sumarfrí!!  Ég kláraði síðasta prófið í dag og trúi varla að ég sé komin í smá sumarfrí.  Búin að bíða mjög lengi eftir þessarri stundu.  Ég er búin að sitja í heilan mánuð upp á bókasafni að læra frá 9 á morgnanna til 11 á kvöldin.  Skroppið þó í mína sjúkraþjálfun og á stuttar æfingar af og til sem betur fer.  Núna ætla ég að búa til æfingaprógramm því öxlin mín er einmitt tilbúin í meiri átök, þ.e ég get farið að hlaupa meira og gert þrek.     Batinn hefur gengið bara mjög vel þrátt fyrir lesturinn.  Ég get orðið auðveldlega sett hárið í tagl og klætt mig án mjög mikilla vandræða.  Semsagt allt að koma.   Ég er eina viku heima í fríi en fer svo til þýskalands á mánudaginn, 22.maí, til að heimækja liðið mitt.  Get ekki beðið að hitta alla aftur.  Þangað til ætla ég að                               - æfa tvisvar á dag                            - þvo þvott og bílinn...                            - taka herbergið mitt í gegn með tímabærri heimsókn í IKEA                            - liggja í leti                            - horfa á mánaðarskammt af 24 og Prison Brake en mamma tók það upp :)                            - fara í gufuhúsið hans pabba                            - æfa mig í AutoCad með Olgu fyrir vinnuna í sumar                            - hitta vini mína!!                            - fara í tvö Eurovision party                            - bæta 5 klst í sólarhringin.....   Svo vinir mínir sem ég hef ekki talað við í of langan tíma, plís ekki vera búin að gleyma mér!  Heyrumst :) | 
12 Comments:
TIL HAMINGJU MEÐ AÐ VERA BÚIN !!!! :) Merkilegt hvað manni líður vel eftir erfiða próftíð- eflaust eins og að vera að losna úr fangelsi !!!
Takk Hugrún.
Já þetta er bara fáránleg vinna sem fer í þetta og ekki nema 3 einingar fyrir hvern áfanga!! En þetta er búið í bili og ekki nema 5 próf eftir á næsta ári og þá verður mín komin í tölu B.S manna :)
Til hamingju með að vera búin. Alveg ótrúlegt hvað þú ert dugleg við lærdóminn. Nú er bara að njóta lífsins ´:-)
Kv. Albert
Takk Albert en ég held það sé erfitt að slá þinn dugnað út!!
En já, nú verður notið lífsins :)
Til hamingju með að vera búin í prófunum og til hamingju með að vera komin í smá sumarfrí:)
Takk skvís :)
Til hamingju með próflok, alltaf gott að klára svona törn :) Hlakka til að sjá þig á fimmtudaginn!
til hamingju með að vera búin í prófunum :) Njóttu þess að vera komin í sumarfrí. Það væri gaman að sjá þig einhvern tímann fljótlega.
kveðja Bryndís
Til hamingju með próflokin og til hamingju með að öxlin er að komast í lag! ;O)
já og til hamingju með að vera að fara vinna !!! :P
Þú getur bókað það að ég mæti í partý! ;o)
ég get sko líka alveg bara haldið partý! :P
Heeeeei! sæta!
Jiii til hamingju með að vera búin með prófin - ég persónulega er ekkert smá fegin - því þá get ég talað við þig og truflað þig... er búin að sakna þín í þessum prófum!!!
Lots of Love
Silly
Takk skvísur!!
Gaman að heyra í ykkur, það besta er að ég hitti ykkur allar líklega mjööög fljótlega :)
Til hamingju með próflokin. Öfunda þig að vera komin í sumarfrí. Væri sko alveg til í að vera búin. En það kemur að því :)
Æðislegt að heyra að öxlin sé að verða betri...
Djammaðu svo feitt :) Góða skemmtun í eurovision partýunum...Áfram Finland og Litháen :)
Skrifa ummæli
<< Home