the
 
the
föstudagur, maí 05, 2006
Tölulega búin

allavega í bili. Ég vona að ég hafi náð, held það samt. Þetta var þó ekkert glæsilegt hjá mér. Náði bara að klára rétt rúm 80% af prófinu því það var bara alveg hrikalega langt.
Nú er bara að byrja að læra fyrir næstu tvö próf.

Vá hvað ég hef ekkert að segja. Gæti reyndað talað helling um pólitíkina sem er í gangi í þessu landi núna en ætla að láta það eiga sig í þetta skipti.

Ég fór einmitt og kaus í gær í utankjörstaðaatkvæðagreiðslu því ég verð líklega úti þegar kosningarnar verða. Vil minna ykkur á að gera það sama ef þið komið til með að missa af kosningadeginum. Um að gera að nýta réttinn sinn.

Ætla í Laugar snöggvast og eyða svo deginum á bókasafninu.
Ciao
posted by Thorey @ 09:24  

3 Comments:

At 10:55 f.h., Blogger Hildur said...

Gangi þér vel að læra skvísa :)

 
At 6:40 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæ skvís ! Takk fyrir hugulsemina varðandi prófið mitt og já gangi þér rosalega vel að klára þessi 2 síðustu próf- guð hvað ég er fegin að hafa bara þurft að taka eitt próf ! Sorry ég nennti ekki neinu í dag- ég var bara meira búin á því heldur en ég áttaði mig á, er búnað vera máttlaust slytti ! En er óðum að safna kröftum og til í Laugar eða smá hreyfingu í vikunni ef þú vilt.

 
At 1:19 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

http://youaintnopicasso.com/We%20Are%20Scientists%20-%20Hoppipolla.mp3

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile