the
 
the
sunnudagur, júní 11, 2006
Staðan

Frakklandsferðin var mjög fín fyrir utan kuldann. Ég gisti semsagt í París á leiðinni til og frá frænku og ég var bara skjálfandi báðar næturnar. Tók svo túr um París sem endaði mjög fljótlega yfir heitum kaffibolla inn á kaffihúsi. Einfaldlega of kalt fyrir mig.
Burkni: ég fór upp á Pui Du Dome þegar ég heimsótti frænku mína haustið 03. Það er rosalega fallegt umhverfi þarna í kring og gaman að labba þarna upp. Ég var í svo mikilli letiferð núna að fjallganga kom ekki til greina... Mun þó vonandi kíkja aftur þarna upp fljótlega.

Frænka er svo mikill snillingur í eldhúsinu að ég held hún slái alla kokka út. Hún hefur stúderað óteljandi uppskriftabækur til að elda handa familíunni sinni. Ég fékk andabringur í appelsínusósu og einnig lúðu í kryddblandaðri kókosmjólk. Ég vorkenni ykkur að fá ekki að smakka eldamennskuna hennar... hún er alveg einstök!!!

Ég er nú búin að vera heima í viku og er byrjuð að vinna. Mér list rosa vel á nýju vinnuna og vinnufélagana. Lenti strax í kvennapottapartýi eftir vinnu á föstudag og var aðeins meira fjör en ég hafði búist við :)
Ég er líka að komast inn í smá rythma með æfingar og náði ég alveg ágætis æfingaviku. Nú fer rútínan mín að verða ljós og æfingaplanið og ætti því formið að fara aðeins upp á við héðan af. Öxlin er líka öll að koma til en ég get orðið lyft hendinni 134° fram.

Ég gleymdi snúrunni til að taka myndir af myndavélinni og setja á tölvuna í Þýskalandi og er ég svo fúl yfir því. Verð að reyna að redda þessu sem fyrst. Þangað til engar myndir :(
posted by Thorey @ 11:03  

1 Comments:

At 7:36 e.h., Blogger Hildur said...

Gaman að heyra að þú sért ánægð í vinnunni. Ætli hitinn í París hafi ekki verið að bíða eftir að þú færir. Hér er allavega algjör molla og núna kl. 21:36 á staðartíma er 24 stiga hiti og heiðskýrt.

Heyrumst skvísa :)

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile