the
 
the
sunnudagur, maí 28, 2006
Glataður dagur

Já ég er eiginlega bara frekar svekkt með daginn. Var skjálfandi úr kulda í 5 klst á mótinu og í þokkabót hitti ég siljuna bara eiginlega ekkert. Samt auðvitað gaman að sjá hana hlaupa.

Ég var það fúl þegar ég kom heim að ég fór beint online og keypti mér miða til Parísar. Ég er komið með nóg af kulda og rigningu og sumar, here I come!!!

Ég fer með artí fartí gaurnum til Parísar og gisti hjá honum og meðleigjanda í eina nótt. Tek svo Parísarrúnt á þriðjudagsmorgun og hoppa svo upp í lest til Clermont-Ferrand og verð þar hjá frænku og fjölskyldu til föstudags. Þá tek ég lestina aftur til Parísar og verð þar eina nótt því flugið til Kölnar er eldsnemma á laugardagsmorgun. Kem svo heim á sunnudag.
posted by Thorey @ 22:12  

13 Comments:

At 8:36 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Já talandi um óheppni ! En sem betur fer ertu ekki að missa af sólaveðri hér heima á meðan. Gott hjá þér að skella þér til Parísar :) Þegar þú loks kemur aftur til Íslands þá verður sumarið vonandi komið og sól í allt sumar hér á Íslandi;)

 
At 9:18 f.h., Blogger Thorey said...

je ræt..
aldrei að vita samt :)

 
At 9:38 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

muuu vildi ad thu myndir bara koma i sol og sumaryl til Grenoble... hehe

Kvedja,
Asdis

 
At 9:52 f.h., Blogger Thorey said...

deemmm ég fattaði það ekki! Hefði alveg viljað koma! Þú ert nú samt í prófum er það ekki? Líka búin að kaupa lestarmiðann til Clermont þannig það er því miður of seint.
Man það næst...

 
At 2:27 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hehe....gott hjá þér. Orðin þreytt á að fólk spyrji hvort það megi skrifa á gipsið ;-)
Bið að heilsa frans-familíunni.
Kv. Albert

 
At 3:50 e.h., Blogger Hildur said...

Geggjað...Góða skemmtun og njóttu þess að parle fransk í smá tíma...

 
At 8:10 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Já Sammála ... við sáumst bara ekkert ...! svekkjandi og ég hefði ekki getað reddað þér gistiplássi, því ég var að troða mér inn í annað herbergi því ég vildi ekki vera með einhverjum Afrískum langhlaupurum í herbergi...

Þú varst samt svo sæt!

Sé þig á Íslandinu!
Siljan

 
At 10:24 e.h., Blogger Burkni said...

Mig langar einmitt að koma til Clermont-Ferrand, þar rétt hjá er útkulnað eldfjall sem heitir Puy-de-Dôme sem mig langar mikið að ganga á.

 
At 10:48 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ju, ju, eg er i profum... Og svo bara beinustu leid heim til Islands ;) En bon sejour i Frakklandi ;)

Asdis

 
At 2:17 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

hey á ekkert að fara koma með eitthvað viturlegt fyrir okkur sem höfum ekkert að gera....

 
At 12:31 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

hæ farin að sakna þin, og frétta af þér

kveðja karlotta, verðu hér heim á afmælinu minu.

 
At 7:16 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hi Thorey, I'm a young argentinian fan of you . Since Athenas 2004 I surf your blog and 2 web sites.
I wish you upload some pic, coz i dont understand a single word.
I saw a pic where u looked injuried, was that a rotator cuff surgery? . I hope you're fine.

Charly from Argentina.

 
At 10:44 f.h., Blogger Thorey said...

Hey Charly
I tore my aterior labrum so the season is off for me. Ill compete again next year..

I upload pictures once and a wile. Ill try do it more often.

I had a wonderful time in Athens. Its a great city.

Take care and thank you for your comment.
Thorey

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile