the
 
the
sunnudagur, september 10, 2006
Bissí helgi á enda

Já letin tók fljótt enda og byrjaði brjálæðin á föstudagskvöldinu. Fór þá í party til Ylfu og aðeins í bæinn þar sem við tókum létt tjútt á gólfinu. Á laugardagsmorgninum fór ég svo með Silju í Rauða Kross söfnunina og gengum við til góðs. Lentum á ótrúlegasta fólki og á einum stað var party enn í gangi frá því kl 23 kvöldið áður (samkvæmt nágrönnum). Við Silja gátum ekki annað en velt fyrir okkur hvað við værum greinilega orðnar gamlar eitthvað þar sem við höfðum mætt í partý um hálf ellefu og vorum komnar hálf þrjú aftur heim og fannst það voða passlegt.... Svo á öðrum stað kom einn til dyra blindfullur á nærbuxunum.

Eftir gönguna góðu fór ég á heilsusýninguna þar sem ég var í bás ÍSÍ. Fannst sýningin fín en súkkulaðikakan sem var úr káli, kartöflu, eggaldin, eggi og kakó standa uppúr. Bara fáránlega góð og smakkaðist alveg eins og venjuleg súkkulaðikaka. Bás ÍSÍ var ágætur en ég hefði samt viljað bæta og laga eitt og annað.

Eftir sýninguna dreif ég mig heim í föt og fór í matarboð til Lindu sem ég kynntist á Hönnun í sumar. Ég, hún og Olga borðuðum dýrindis humar og nautasteik í boði Lindu. Þvílíka snilldin! Takk fyrir mig Linda.

Dagurinn í dag er svo búinn að fara í Heilsusýningu og svefn.. Lagði mig í 3 tíma þegar ég kom heim af henni. Frekar búin á því. Ætla svo að taka til hjá mér og kannski kíkja í skólabók en markmið vikunnar er að taka 2 vikur í námi því næstu viku eyði ég í Portúgal og ætla ég ekki að hafa hangandi yfir mér einhver skiladæmi.

Best að setja í gang.
posted by Thorey @ 19:00  

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile