fimmtudagur, október 05, 2006 |
|
Hún Irina mín
Irina og Daniel sonur hennar komu í heimsókn í dag. Vá hvað ég vorkenni aumingja konunni. Hún semsagt fann þennan mann fyrir bráðum 3 árum í gegnum eitthvað matchmaking dæmi og giftist honum án þess að þekkja hann með von um að geta gefið syni sínum góða framtíð. Hún býr vægast sagt í víti. Í morgun ákvað hann að þau fengju ekkert meira að borða og skammaðist og öskraði eitthvað á þau og hrinti Iriniu. Mæðginin komu auðvitað til mín og eru búin að vera hér í allan dag enda bæði skíthrædd við manninn. Á endanum fóru þau þó heim því hún er hrædd um að hann heimti skilnaði ef hún sefur ekki heima hjá honum. Ef hann heimtar hann þá þarf hún að fara aftur til Rússlands og vera hennar hér hjá þessum skít verið til einskins. Hrikalegt að geta ekkert gert, þurfa bara sitja og vona það besta því ekki fá þau dvalarleyfi á Íslandi. Ég vona bara að þau haldi þetta út í þessa 2,5 mánuði í viðbót eða það sem vantar uppá þriggja ára giftingartímann. Ef það tekst ætla þau strax að flytja út. Vandamálið er þó að hún þénar ekki nema 300 evrur á mánuði!! |
posted by Thorey @ 18:36 |
|
|
|
|
5 Comments:
Þetta er alveg hræðilegt. Ég var einmitt að hugsa það um daginn hvað væri að frétta af henni. Ótrúlegt að fólk skuli þurfa að ganga í gegnum svona helvíti til að eiga sér einhverja von um betra líf. En ég er viss um að hún fær mikla aðstoða frá þér. Þú gerir allt sem þú getur gert. Gott það styttist líka í árin 3.
OMG.......
Þetta er ótrúlegt. Það er alveg ótrúlegt hvað það er til sjúkt fólk.
Hrikaleg saga. Sendu henni baráttukveðjur frá kalda íslandi.
Kv. Albert.
Já hún hélt að giftingartíminn væri bara 2 ár og var strax farin að telja niður í þann tíma löngu áður en 2 árin liðu. Svo bara nei því miður, eitt ár í viðbót! Úff.
Maður trúir hreinlega ekki að það sé til svona fólk eins og hann. Hann er reiður út í allt og alla og lífið sjálf. Einfaldlega sjúkur og tekur vanlíðan sína út á þeim. Hann er öryrki svo hann er heima allan daginn þannig að það er ekki eins og þau geti fengið stundum frí frá honum.
Hrikalegt!
Oh greyid hun... Samt heppin ad eiga tho allavega vinkonu i ther...
Asdis Joh
Jesús - ég fékk alveg sting í hjartað að lesa þetta. Get ímyndað mér að það sé ekki til margt verra en að búa við svona andlegt ofbeldi - held að það líkamlega sé jafnvel skárra af tvennu illu!
Ég vona að hún eignist betra líf eftir þessa rúmu tvo mánuði!
Skrifa ummæli
<< Home