the
 
the
þriðjudagur, október 03, 2006
Góður dagur

Dagurinn byrjaði með lyftingaræfingu og var tekið vel á því þar. Síðan kom Tine í heimsókn og eldaði fyrir okkur Angi hádegismat. Kartöflugratín... Já eitthvað sem ég mundi aldrei elda eitt og sér en jæja ég var svöng og kartöflur borðaði ég. Síðan kláraði ég heimadæmin í Stærðfræðigreiningu II og leysti sjálf bæði dæmin!! Þvílíkt stolt :)

Roman og Jona dóttir hans komu síðan í heimsókn upp úr kl 17 og borðuðum við dýrindis muffin, te og fleira gotterí. Roman bjó með mér og Sebastian hérna fyrsta árið mitt en í dag er drengurinn giftur tvggja barna faðir.



WG fjölskyldan með frænkuna (Ég, Angi, Jona og Sebastian)



Jona og ég

Gaf Jonu þennan fína bol frá Íslandinu :)
posted by Thorey @ 20:03  

4 Comments:

At 10:31 e.h., Blogger she said...

Hæ kjútípæ!
Bara verið að massa greininguna ;)
En gaman að sjá fréttir af þér og alltaf enn skemmtilegra að fá myndir :O)

kv, She Lee

 
At 9:11 f.h., Blogger Thorey said...

hmm já þetta voru reyndar frekar einföld heimadæmi i þetta skipti. Hef þó enn ekki getað notað neitt af þínum dæmum því hann lúnkinn við að setja fyrir dæmi sem hafa ekki verið leyst. Fúlt en ég vona að hann haldi þá bara áfram að hafa þau einföld.

 
At 9:13 f.h., Blogger Hildur said...

Alltaf gaman að sjá myndir :) Fyndið líka að litla stelpan sé tæknilega séð nafna mín. Hélt ekki að nafnið Jóna væri svo víða. Svona getur maður stundum verið bleikur...Hey nei það er þú sem ert bleik. Klæðir þig vel skvísa...Knús

 
At 10:02 f.h., Blogger Thorey said...

hehe já ég er með smá æði fyrir bleiku og búin að vera með í sumar :)
Skemmtilegur litur.

Ég vissi svosum heldur ekki fyrr en hann skírði hana þessu nafni að Jona væri til annarsstaðar en á Íslandi.. Mundi frekar giska á að finna nafnið í Svíþjóð en hér. Foreldrarnir eru báðir þýskir samt.

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile