the
 
the
miðvikudagur, október 18, 2006
MINI gella

Á mánudaginn hjálpaði ég Tim og Alinu að setja allt sitt hafurstask í flutningabíl. Þau eru semsagt flutt til Munchen og ætlar Tim að æfa þar í stað Leverkusen. Alina er þaðan og er búin að vera með heimþrá í þessi 3 ár sem hún hefur verið hér í Leverkusen. Einnig er samkomulagið milli strákanna hérna ekkert alltof gott þessa stundina svo hann ákvað að æfa annarsstaðar. Þó mun hann koma af og til og æfa hér en hann er með herbergi í íbúð hjá 2 íþróttamönnum.
Anyway, þau fluttu og bíllinn hennar Alinu varð eftir í Köln þannig að ég bruna nú um göturnar á skærbláum BMW Mini og fíla mig veeeeel.... :) Þvílíkur munur að hafa bíl segi ég nú bara. Úff!! Byrjaði á því að fara í matvörukaup og verslaði mat fyrir hvorki meira né minna en 10 þús og sofnaði svo með bros á vör um kvöldið við tilhugsunina um fullan ísskáp.
Alina mun þó fyrr en síðar koma að sækja bílinn :(

Æfingar ganga hrikalega vel.. sjö, níu, þrettán... Þessa stundina hleyp ég jafn hratt með stöngina núna og ég gerði án hennar í fyrra. Svo er ég 5 kílóum þyngri núna en í maí. Jeij!!! Var líka algjörlega komin á rassgatið í maí enda ekkert búin að æfa í rúma 2 mánuði útaf aðgerðinni. Öxlin þolir líka meira og meira með hverjum deginum.
posted by Thorey @ 12:35  

5 Comments:

At 1:47 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Mikið er gaman að heyra þetta, lyftir deginum hátt hjá okkur hérna heima. Trúi vel að þér þyki ekki mjög leiðinlegt að aka um á svona flottum bíl.-
Kveðja
Mamma

 
At 3:08 e.h., Blogger Hildur said...

Gaman að heyra að einhver sé í betra formi eftir að hafa þyngst...Væri alveg til í að hafa það þannig hjá mér :) Hlakka til að sjá þig skvísa :)

 
At 3:08 e.h., Blogger Hildur said...

og já eitt enn...mig langar í bíl...þó ekki væri nema bara í láni...öfund**

 
At 1:43 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Flott að heyra. Gangi þér vel.

kv.
Árni Richard

 
At 6:43 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæ dúllan okkar!
Rosalea erum við ánægð með að þú ert farin að stökkva og allt er á réttu brautinni núna! =O)
Keep it up girl! =O)
er búin að reyna að commenta 2 sinnum en hef ekki getað það... vona að þetta komist til skila!
Njóttu þess að aka um á bambanum!!!
Gangi þér áfram vel!
knús í klessu
Rakelan OG Kristófer Örn

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile