föstudagur, október 27, 2006 |
|
Sól og blíða
Hér er búið að vera fáránlega gott veður síðustu daga. Bara íslenskt gott sumarveður. 15-20 stiga hiti og stundum skín jafnvel sól. Frábært að fá svona smá framlengingu á sumrinu á Íslandi. Eða það sem átti að vera sumar.
Er að spá í að skella mér í IKEA í dag. Eldhúsið hjá okkur hérna er ógeð og ég er að klepera. Meðleygjundum mínum finnst þetta bara hið fínasta eldhús og ég er mikið að reyna að sitja á mér en þar sem ég hef bíl og ekkert að gera í dag er ég að spá í að demba mér í breytingar.
Stökk aftur í gær en lenti svo illa á ránni að ég fékk frekar hart högg undir öxlina og er búin að vera frekar eftir mig. Ég fer varlega núna næstu viku og svo held ég að ég geti tekið enn meira á því þarn næstu viku. Hlakka svo til að geta stokkið almennilega!! |
posted by Thorey @ 11:50 |
|
|
|
|
7 Comments:
Ohhhh heppin !!! Ég væri sko vel til í svona veður- hér er grenjandi rigning og vindur ojojoj :/ OG svo vantar mig þig í bæinn með mér um helgina ! En já góða helgi og hafðu það gott :)
Ég sagði þér að þú ættir að koma í heimsókn... ;)
Hafðu það samt gott í storminum um helgina.
Sæl tótla
Mamma þín er að reyna að kenna mér að skoða bloggið þitt.
B.amma
Sæl tótla
Mamma þín er að reyna að kenna mér að skoða bloggið þitt
B.amma
Hæ - bara athuga hvort commentið kemur inn
M
Þú ert ýkt dugleg!
ég ákvað að vera svona dugleg og mér tókst að bora upp blessuðu hilluna... er núna að reyna mana mig upp í að bora upp ljós í herberginu mínu :oD
Þú mátt svo senda smá hita hingað á klakann... það var hálka úti kl 10 í morgun :oS
knús í klessu
Rakelan og Kristófer!
Gaman að heyra frá þér hérna amma :) Vona að þú munir hafa gaman af að skoða bloggið.
Skrifa ummæli
<< Home