the
 
the
sunnudagur, október 29, 2006
Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni....

Já pabbi þetta er til þín. Hugdetta=framkvæmt ASAP. Skellti mér semsagt í IKEA á fimmtudaginn og gerði svona líka góð kaup. Keypti síðan málningu og er búin að standa í heljarinnar breytingum á eldhúsinu alla helgina. Er loksins að verða búin, á bara eftir að setja hillusamstæðu saman og raða og gera fínt. Vandamálið er þó að þriðjudagur nálgast en þeir eru skiladagar í stærðfræðinni. Gæti þurft að setja eldhúsið á hold á meðan. Sjáum til hvort ég smokri ekki samt nokkrum tímum í eldhúsvinnslu inn.

Annars er nóg um að vera í vikunni. Fram er að fara að spila á móti Gummersbach hér í Leverkusen á fimmtudaginn og er ég að sjálfsögðu búin að tryggja mér miða hjá engum öðrum en Guðjóni Val. Maður æðir bara beint í mann deildarinnar 06 :) Annars er nú mesti spenningurinn fólginn í því að Sigrún Dögg er að koma með honum Halla sínum (hann spilar með Fram) og ég ætla að sýna henni eitthvað af næturlífi Köln.. Reyndar á ég eftir að láta hana vita af því. Þau koma semsagt á þriðjudag og eru fram á föstudag.

Svo nálgast Jazz dagar Leverkusen þetta árið og ég er staðráðin í að næla mér í nokkra miða. Rosalega mikið um að vera og maður getur léttilega keypt sér tónleikamiða fyrir hátt í 30þ. Ég ætla þó ekki að verða svo róttæk heldur láta 2-3. tónleika duga. Það er ekki oft sem eitthvað er um að vera í Leverkusen annað en íþróttir þannig að maður verður að vera með. Langar á Paco De Lucia, Buena Vista Social Club, Orange Fusion, Level 42, Cutting Crew, Nigel Kennedy, The Backdoor Bluesband og margt fleira. Úff verður erfitt að velja. Held ég fari þó pottþétt á þessa 3 fyrstu sem ég taldi upp.

En já, kem með mynd af nýja eldhúsinu þegar það er tilbúið. Ég ákvað að hafa rómantík og kósýheit yfir því, sjáum til hvort það takist. Er í einhverjum vínrauðum fíling þessa dagana. Kaupi allt vínrautt og þar með talið málningu...
posted by Thorey @ 22:04  

4 Comments:

At 10:27 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Þetta líkar mér - Ef þú hefur ekki liðleikann frá mér er gott að eitthvað hefur erfst sem gagn er af. Vildi bara að ég gæti farið á eitthvað af þessum Jazz tónleikum. Sendu endlilega myndir af herlegheitunum.
Pabbi

 
At 11:13 f.h., Blogger Hildur said...

Hlakka geðveikt til að fá þig í heimsókn til mín :) Sjáumst á föstudaginn

 
At 12:55 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Sammála með að fá myndir af myndarlegheitum þínum við fyrsta tækifæri ! Kv.Hugrún

 
At 12:49 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

air jordan
nike sb dunk high
jordans shoes
curry shoes
jordan travis scott
air jordan
adidas yeezy
supreme hoodie
kyrie irving
supreme shirt

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile