| 
                        
                          | mánudagur, október 30, 2006 |  
                          |  |  
                          | Ýmislegt í gangi 
 Eldhúsið kláraðist nánast í dag.  Á bara eftir að hengja upp hillu, ljós og mynd.  "Hvað er svona merkilegt við það, að bora í vegg..."  Jú þarf borvél og ætla að redda henni á morgun.
 
 Keypti mér flugmiða til Danmerkur í gærkvöldi.  Hún Hildur vinkona mín sem er búin að vera í sálfræðinámi í Árósum var að klára og er núna orðinn sálfræðingur svo ég ætla að halda upp á það með henni.  En þetta verður svon two in one ferð þar sem kastara dúllurnar mínar eru að æfa í Árósum (Joacim Olsson og Gerd Kanter - kúla vs. kringla) og ætla ég að lyfta hrikalega með þeim :)  Hlakka geðveikt til ferðarinnar og innilega til hamingju Hildur með titilinn og einkunnina!! Þú rúllaðir þessu upp!
 
 Jæja... stærðfræðiheimadæmi, here i come.
 |  
                          | posted by Thorey @ 19:48   |  
                          |  |  | 
4 Comments:
Takk dúlla. Hlakka rosalega til að fá þig hingað út til mín. Sjáumst á föstudaginn
hvenær ferðu til Danmerkur. Ég er nefnilega að fara þann 16. :)
kveðja Bryndís
Ég er að fara núna á föstudaginn 3.nóv. Hefði verið of fyndið að hitta þig óvart þar.. !! Samt auðvitað ótrúlega gaman.
Ég bruna á Selfoss í jólafríinu. Eins gott þið verðið þar.. ;)
Góða skemmtun í Danaveldi
Ég hlakka til að sjá þig í næsta mánuði. Góða skemmtun sömuleiðis í Danmörku :)
kveðja Bryndís
Skrifa ummæli
<< Home