the
 
the
mánudagur, nóvember 06, 2006
SNILLDAR HELGI

Þá er ég komin aftur til Leverkusen eftir frábært helgarfrí í Árósum Danmörku. Hildur vinkona var að útskrifast sem sálfræðingur (já hvorki meira né minna takk fyrir!) og ég skellti mér til hennar til að halda upp á þetta með henni. Ég var komin til hennar seinnipart föstudags og var útskriftarveislan þá um kvöldið. Laugardeginum var eytt í búðarráp en að sjálfsögðu tók ég mína interval æfingu samt um morguninn. Um kvöldið var svo lokahóf Heklu sem er íslenskt fótboltafélag þarna í bænum og var matur og fínerí. Það var rosa gaman. Sunnudagurinn fór svo í leti, búðir og át og í dag kíkti ég svo á lyftingaræfingu þar í bæ en var mætt svo snemma að ég var búin áður en nokkur mætti. Þannig að þar fór hittingur minn við kastaravini mína. Ég varð að mæta svona snemma ef ég ætlaði að ná síðan fluginu. Sé þá félaga bara seinna.

Ég varð rosa skotin í Árósum. Þetta er mjög snyrtilegur bær með mikið af ungu fólki enda háskólabær. Eitthvað mikiða annað en greyið litla ljóta Leverkusenin. Ég skil þau hjón (Hildur og Hákon) vel að vilja búa þarna áfram og hafa jafnframt liðið rosalega vel þarna síðustu ár. Mér fannst kannski skrítnast að vera í búð og heyra aðra tala íslensku og enn skrítnara að vera í strætó og heyra íslenskuna. Heyri gjörsamlega aldrei íslensku hérna. Fór jú auðvitað á Gummersbach - Fram í síðustu viku og heyrði þar málið en annars aldrei. Talandi um handboltaleiki þá ég er bara að spá í að gerast grúppía. Nei vonandi verð ég ekki svo slæm en við Angi ætlum reyndar að kíkja á leik með Gummersbach í Köln Arena á miðvikudagskvöld. Þar verða um 20.000 manns á pöllunum og hörkustemmari. Mér hefur alltaf þótt rosalega gaman að handbolta og frekar fylgst með honum en fótbolta eða körfubolta. Ég hlakka því mikið til að fara á leikinn.

Jæja kominn háttatími. Stökkæfing kl hálf tíu í fyrramálið og ég ætla að stökkva af 6 skrefa atrennu!

Að lokum tvær ofur sætar myndir. Hildur er náttlega bara "Drop Dead Gorgeous" og þrátt fyrir það særðist enginn... :)





Hjónakornin Hildur og Hákon. Takk kærlega fyrir mig um helgina. Geggjað gaman að koma í heimsókn til ykkar. Þið eruð velkomin til mín hvenær sem er ;)

.... The power of looove, a force from above...
Hrikalega vorum við flottar í singstarinu Hildur!!
posted by Thorey @ 22:56  

2 Comments:

At 10:46 f.h., Blogger Hildur said...

Snilldar póstur hjá þér skvísa...ótrúlegt að það skuli enginn hafa særst...hahaha...smá einkahúmor...Knús og kossar

 
At 5:21 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Greyid litla ljota Leverkusen! Mahahahha, thad getur nu ekki verid svo slaemt ;) Annars er eg sammala med Arosa, yndisleg borg!

Asdis

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile