miðvikudagur, nóvember 01, 2006 |
|
Ég ætlaði eiginlega að fara að koma með hálfgerðan vælupóst. Að skammast út í hitt og þetta og þar með suma af mínum so called friends. En varð hugsað til Ástu Lovísu í staðinn. Held ég peppi hana frekar upp.
Ég fékk eftirfarandi bréf í pósti, kíkti á heimasíðuna hennar og millifærði smá pening til hennar. Ég óska henni alls góðs í baráttunni.
Margt smátt gerir eitt stórt!
Opnaður hefur verið söfnunarreikningur fyrir unga konu, einstæða með þrjú börn á aldrinum 2-11 ára. Hún greindist með ólæknandi krabbamein í ristli og hefur það nú dreifst yfir í lifrina eftir brottnám ristilsins. Hún berst nú fyrir lífi sínu í lyfjameðferð á LSH þar sem reynt er að minnka útbreiðslu sjúkdómsins í von um að hægt verði að gera aðgerð sem myndi lengja líf hennar í ótiltekinn tíma. Að sjálfsögðu gerast kraftaverkin enn og við biðjum öll fyrir henni sem hana þekkjum og þætti okkur óendanlega vænt um, ef þið gætuð haft hana í bænum ykkar því vegir Guðs eru órannsakanlegir. Það eru vinir og vandamenn sem standa að þessari söfnun þar sem öll hennar orka fer nú í berjast við þennann óvæga sjúkdóm og það er bæði dýrt og erfitt...... þess vegna biðlum við til ykkar um að létta henni baráttuna því nóg er hún erfið en að þurfa að berjast við peningahliðina líka........... kærar þakkir og guð blessi ykkur öll........og við biðjum ykkur að hafa í huga að margt smátt gerir eitt stórt...vinsamlegast áframsendið þessa hjálparbeiðni til allra sem þið getið........Vinir og vandamenn...
Söfnunarreikningur Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir Banki: 0525-14-102510 kt: 090876-5469
Hægt er að skoða heimasíðuna hennar með að smella hér |
posted by Thorey @ 13:36 |
|
|
|
|
3 Comments:
Já þetta er góð áminning þegar maður ætlar að fara böggast yfir smáatriðum. Vona að hægt sé að hjálpa henni!!
Jámm, það er sko á hreinu að maður er mjög heppinn að hafa góða heilsu...
Ásdís Jóh.
Hæ.
Alveg ótrúlegt hvað heimurinn er lítill stundum. Ég fór inná heimasíðuna hennar og kíkti á myndirnar. Brá mér þá svolítið því dóttir hennar er með Brynjari í bekk !!! Þau eru bæði í 3EG.
Kv. Albert.
Skrifa ummæli
<< Home