| 
                        
                          | þriðjudagur, nóvember 07, 2006 |  
                          |  |  
                          | On the road again 
 Átti geggjaðan dag, gekk hreinlega allt upp.  Elska svona daga.  Þessi dagur mun halda mér gangandi næstu vikuna :)
 
 Ég fór semsagt á stökkæfingu í morgun og stökk af 6 skrefum 3,50.  Leszek var hrikalega ánægður með mig og það gefur mér svo mikið boost og gleði líka þegar hann er ánægður.  Þá veit maður jú að maður er á réttri leið.  Fór svo og keypti í matinn, borðaði og leysti 3 stk heimadæmi í stærðfræðigreiningu sem ég skilaði by the way áður en ég fór á næstu æfingu.  Þvílíka spíttið í gangi.  Sem betur fer voru dæmin þessa vikuna frekar viðráðanleg svo degininum varð bjargað.  Lærði auðvitað ekkert í Danmörku...
 Síðan voru það seinniparts æfingarnar.  Fyrst klukkutíma stabilisering sem eru ansi erfiðar smáæfingar og svo 2 tíma sprettæfing og persónulegt met slegið.
 
 Ég segi nú bara, er til betri dagur????
 Sofna sko með bros á vör í kvöld... snemma.  Er gjörsamlega úrvinda.
 |  
                          | posted by Thorey @ 18:56   |  
                          |  |  | 
5 Comments:
Nú líst mér á. Pant fá svona dag á morgun. :)
Gott að heyra að hlutirnir gangi vel :)
Já, svona dagar eru sko yndislegir!
Frábært að heyra hvað allt gengur vel á æfingum. Sérlega stolt var ég að heyra af persónulegu meti þar sem ég veit að þú vilt bæta þig í hraða!
Áfram þú :)
þú ert ótrúlega dugleg Þórey og getur allt sem þú ætlar þér :) vildi að ég hefði örlítinn skamt af þessari orku, svona allavega til að komast í gegnum nokkrar blaðsíður á dag ;)
takk fyrir það Katrín, sjálf ertu hörku dugleg. Bráðum verkfræðingur!! jiminn..
Gangi þér vel í sverige
Skrifa ummæli
<< Home