the
 
the
föstudagur, nóvember 10, 2006
Smá þreyta í gangi

Er á eyrunum eftir vikuna.... Æfði hrikalega vel og er þvílíkt sátt við vikuna. Fór þar að auki á handboltaleik á miðvikudagskvöld og sá Gummersbach rústa Kronau/Öringen. Svo gaman að sitja á pöllunum stoltur af "sínum" íslendingum niðrá gólfinu :)
Fór síðan á tónleika á jass dögum Leverkusen. Voru í raun tvennir tónleikar því fyrst spilaði Rafael Cortes með sínu bandi og svo enginn annar en Paco De Lucia ásamt sínu bandi. Þeir spila Flamenco tónlist og naut ég tónleikanna alveg í botn. Paco er nú meiri snillingurinn. Þótt ég hafi ekki mikið vit á gítarspilun þá fór það ekkert á milli mála hver var bestur. Kræst!!! Næst á dagskrá er að læra Flamenco dans....

Helgin verður róleg enda á eyrunum eins og ég sagði. Lyfti í dag og var nú mjög stolt þegar kastþjálfarinn fór að hrósa mér fyrir cleanið. Eggert, þetta er beint hrós til þín :)
Nú er bara ein æfing á morgun, lærdómur og tonn af svefni. Svo á ég fullan ísskáp af mat og þeir sem þekkja mig vita að það er nóg til að halda mér brosandi. Reyndar þurfti ég að skila MINI-inum í dag, frekar fúlt.
En öxlin er á réttri leið, hásinarnar góðar, þyngdin á leiðinni upp og ráin í leiðinni....

Góða helgi elskurnar
posted by Thorey @ 17:00  

2 Comments:

At 2:28 e.h., Blogger Hafdís Ósk said...

Ég hef gaman af sjálfsæfinga monti! Finnst alltaf gaman að lesa um fólk sem er að bæta sig og er ánægt með lífið. Mun skemmtilegra heldur en að lesa eitthvað væl þó svo að það sé alltaf leyfilegt inn á milli!

Vona að þú haldir áfram á sömu braut og endir í HRIKALEGU formi á næsta keppnistímabili!

 
At 6:04 e.h., Blogger Thorey said...

hehe takk Hafdís, gaman að heyra :)

Stefnan er allavega sett á hrikalegt form!

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile