mánudagur, nóvember 13, 2006 |
|
Dagurinn í dag
var annar góður dagur. Stökk 3,60 á 6 skrefa atrennunni en stefni á að fara á 8 skref á næstu æfingu. Lyfti síðan hrikalega seinnipartinn. Þvílíkur munur á mér í dag og á föstudaginn. Mér tókst að endurnýja kraftana um helgina og Leszek skaut á mig í dag "Hast du bisschen trainiert heute...?" Sem þýðir ertu búin að æfa eitthvað í dag. Honum hefur þótt ég svona ofvirk.. hehe. Málið er að þótt hópurinn minn sé rosalega fínn, nýtt og gott fólk þá eru þau ekki nema tvítug og flest enn á því stigi að reyna að sleppa við hitt og þetta. Ég er frekar þannig að ég geri meira en sagt er og virka því ofvirk í raun í samanburði við letingjana... já þau eru hreinlega bara stundum löt. Það er aðeins einn af þeim sem er ekki þannig, Toby, fíla hann í botn og fer kannski að reyna að æfa bara meira með honum. Hann er frekar skondin típa í rauninni. Með hár niðrá axlir og þvílíkar krullur. Svo er hann um 2m á hæð og frekar grannur og hefur ekki mikla samhæfingu í líkamanum. Á fimleikaæfingum ligg ég hreinlega í krampahlátri að horfa á hann. Samt hefur þessi gaur stokkið 5,40. Rosalegt efni þar á ferð.
Ætla að fara að finna mér eitthvað að borða og setja svo lærugírinn. |
posted by Thorey @ 18:11 |
|
|
|
|
3 Comments:
Var ég búin að segja þér hvað mér finnst þú dugleg? Allavega hefur þú það hér!! Gaman að heyra í þér í dag. Á pottþétt eftir að vera óþolandi á símalínunni núna þegar ég er búin að uppgötva leyndarmálið...
Æðislegt að heyra hvað allt er á uppleið...nú er bara að halda sér þar!!! Skil þig vel hvað það er pirrandi að vera að æfa í kringum fólk sem er að "svindla" á engum öðrum en sjálfum sér....
Kveðja, Sigrun Fj.
Æ takk Hildur og sömuleiðis :) Hlakka til að heyra oftar í þér.
Og já Sigrún, eins og fólk sé að æfa fyrir þjálfarann... ekki að fíla þannig attitude.
Skrifa ummæli
<< Home