föstudagur, nóvember 17, 2006 |
|
Heimför
Ég er búin að kaupa flugmiðann heim. Ég mun koma þann 1.des og fljúga út aftur þann 4.jan. Mér finnst ég koma allt of snemma heim og hefði svo viljað ná 3 góðum vikum hérna fyrir jól í desember en ég verð að koma heim og læra almennilega. Mæta í upprfjunarvikuna í skólanum og taka góða rispu við skólaborðið. Ég fæ prógramm frá Leszek og mun reyna mitt besta að fylgja því. Það hefur gengið mjög vel að æfa hérna síðustu tvo mánuði. Bestu tveir mánuðir sem ég hef náð í uppbyggingu í 2 ár. En á móti kemur er að námið fær að finna fyrir því. Það hefur ekki gengið nógu vel finnst mér að læra því í hvert skipti sem ég sest niður og ætla að fara að læra gjörsamlega lokast á mér augnlokin og ég enda upp í rúmi steinsofandi. Svefninn sigar allt hjá mér þessa dagana, fyrir utan æfingarnar þó. Í gær var hvorki farið út í hitann né lesinn stafur í skólabókinni heldur endaði ég með að taka 2 tíma lúr uppí sófa...
Ég hlakka samt auðvitað til að koma heim en ég get ekki sagt ég hlakki til 3 vikna maraþon lesturs.. En vá hvað ég hlakka til þegar það verður búið og jólin á næsta leiti. Svo verða bara þrjú próf í vor og þá er það vonandi búið í bili hjá mér, þ.e.a.s ef maraþon lesturinn klikkar ekki.
En jæja, spark í rassinn! |
posted by Thorey @ 17:14 |
|
|
|
|
7 Comments:
váts þú ert bara að fara heim!! Hvenær ertu buin í prófunum?? verðum að vera duglegar að hittast og gera eitthvað kósý í jolafríinu...Sigrún Fj.
...flott síða, gangi þér vel í jólabakstrinum, kv. Hnulli
Vá síðan þín er æði! Rosa flott nýja lúkkið ;) Frábært að heyra að æfingarnar gangi vel og svona... Líka svona gott veður hjá mér, eitthvað bogið við þetta!
Já Sigrún við verðum pottþétt að gera eitthvað skemmtilegt. Hvenær kemur þú heim?
Og Hnulli takk, þú færð eina sort..
Ég kem viku fyrir jól, 17 des..Sigrun
Líka búið að slá öll hitamet hér í Árósum..
Gaman að heyra í þér...Knús
sömuleiðis, gaman að heyra í þér!! Takk fyrir að stytta mér stundirnar í andökunni í nótt :)
Sigrún ég er búin í prófum 21.des og er í fríi þá heima til 4.jan. Við hljótum að finna tíma.
Skrifa ummæli
<< Home