the
 
the
fimmtudagur, nóvember 16, 2006
Sumar?

Ég veit þið trúið þessu ekki en það er tuttugu stiga hiti hérna og sól. Í dag eru öll hitastigsmet í nóvember slegin!! Óheppin þið að heimsækja mig ekki ;)

Í gærkvöldi ákvað ég að láta verða að því. Já ég fór í Flamenco danstíma og á mánudaginn verður það Samba. Annars fer að styttast mjög í heimför og tekur því ekki að borga einhver mánaðargjöld svo ég mun bíða með það þar til eftir áramót. Prufutímann fær maður jú frítt.

Svo var ég að koma af stökkæfingu. Stökk af 8 skrefum í fyrsta skipti í dag og gekk bara alveg ágætlega. Plantaði og engin hræðsla en auðvitað vantar enn upp á tæknina. Hraðinn er fínn og öxlin heldur fáránlega vel, alveg hissa.. Fór 3,70 en stefni á 3,90 næst. Sjáum hvað gerist.
Eftir stökkæfinguna var ég í klukkutíma stabiliseringu (ótrúlega erfiðu smáæfingarnar) og svo verður hoppæfing seinnipartinn. Já það er sko fjölbreytni hér á bæ...

Tuttugu stig úti en skólabókin á borðinu...
hmmmm????

Síðan virkar ekki enn í Mozilla. Veit ekki hvað er í gangi, sorry.
posted by Thorey @ 13:21  

7 Comments:

At 2:41 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Frábært að skella sér í dans til að auka á fjölbreytnina. Ótrúlegt veðurfar hjá þér - hérna er skítakuldi - rok og hörkufrost.
Þú ert greinilega á góðri leið í formið.
Mamma

 
At 6:01 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Fín síðan hjá mér. Hún virkar vel í mínu Mozilla. Prófaðu að sækja nýjasta nýtt Mozilla.

 
At 6:02 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

já, er kannski mynd af þér þarna bakvið?

 
At 7:25 e.h., Blogger Thorey said...

hehe já Árni ætlunin var ekki að hafa mynd af höndum.. :)

en tékka kannski betur á þessu seinna = tala við litla bró þegar ég kem heim..

 
At 4:17 e.h., Blogger Hafdís Ósk said...

Síðan virkar líka fínt í Mozilla hjá mér! Svo að e.t.v er þetta allt í góðu lagi bara!
Það er ótrúlega gaman að dansa. Við skötuhjúin erum einmitt á dansnámskeiði um þessar mundir. Sveinbjörn er náttúrulega eðal dansfélagi og stjórnar mér eins og herforingi og lætur mig líta vel út - kvarta ekki yfir því. Við lærum einmitt einhvern brjálaðann tangó í gær svo að ég get bráðum farið að mæta á dansiböll og sýna færni mína ;) Annars er ég alveg farin að rúlla upp fullt af samkvæmisdönsum og hlakka þvílíkt til að læra meira :)

Væri meira en lítið til í heimsókn til þín þar sem frostið á fróni frystir allt um þessar mundir og jafnast víst á við -35 með öllum þessum ljóta vindi! Svo að njóttu þess að vera í hitanum...

 
At 4:56 e.h., Blogger Thorey said...

já ef þú sérð alla myndina af mér veifandi... þá er þetta líklega í lagi.

En já ef ég eignast nú mann einn daginn þá verður sá sko dreginn á dansnámskeiðin. Það er bara svo ótrúlega gaman að dansa og mig langar einmitt svo að kunna að dansa þessa dansa.
Frábært hjá ykkur!!

Og auðvitað ávallt velkomin í hitann ;)

 
At 11:36 e.h., Blogger Hafdís Ósk said...

Ég kíkti á síðuna í Explorer og komst þá að því að hún var ekki að virka ;)
Sá heildarmyndina í explorer og þá leit hún bara rosa flott út!

Þú ert greinilega efnilegur vefari :)

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile