the
 
the
þriðjudagur, desember 05, 2006
Vegleg móttaka..

Já landinn tók vel á móti mér. Hálsbólga beið við hliðið þegar flugvélin lenti og Kvef heimsótti mig svo í gær. Rosa stuð og hressleiki á bænum vegna þessa.
Sem betur fer er hvíldarvika í æfingum því með þennan fjölda heimsókna hefur maður náttúrlega ekki tíma til að fara á æfingu....

Kláraði loksins síðustu verkefnin úr skólanum í dag og nú hefst bara próflesturinn. Er nú bara að fara í tvö próf svo ég mun líklega lifa þetta af.

Það er gúrkutíð hjá mér svo ég bið ykkur bara um að segja mér eitthvað sniðugt.... Hress? Í prófum? Jólaundirbúningur byrjaður? Jólagjafastúss? Farin að undirbúa gamlárskvöld? Á leið til útlanda? Í útlöndum um jólin? Koma svo...
posted by Thorey @ 17:55  

6 Comments:

At 10:14 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Afar hress, jólaprófin að skella á. Er samt í sama pakka og þú og tek bara tvö stykki og er því búinn frekar snemma eða þann 13. des og þá er stefnan að taka jólastússið með stæl. Versla, skreyta og baka eins og brjálaður maður.

Útlöndin koma því miður ekki fyrr en um páskana þegar maður fer í æfingaferð til Spánar. Þótt maður væri alveg til í að skella sér út fyrr.

Ég er samt eitthvað svo heimakær að ég gæti ekki hugsað mér að vera ekki heima á jólunum. Það er bara möst fyrir mér. Áramótin eru aftur á móti allt annað, gæti alveg hugsað mér að eyða áramótunum einhversstaðar úti.

 
At 12:00 e.h., Blogger Hildur said...

Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

 
At 12:02 e.h., Blogger Hildur said...

Jólaundirbúningurinn í hámarki hjá mér!! Var svo líka að fá skemmtilegt bréf í pósti. En þar sem ég er nýútskrifuð og atvinnulaus á bótum þá á ég rétt á 10-15 daga fríi á launum. Ótrúlegt hvað Dönum dettur í hug. Er ekki nóg að maður hangi heima með tærnar upp í loftið, en að maður fari að skella sér í frí líka á launum!! Pældu í því :)Atvinnulaus í launuðu fríi...
Annars allt gott að frétta. Bakaði sörur í gær í fyrsta skipti og ætla að gera það í annað skipti í kvöld. Alveg brjálað að gera :)

Láttu þér batna dúlla...og gangi þér vel í prófunum

 
At 1:37 e.h., Blogger Thorey said...

Já heppinn að vera búinn 13.des í prófunum, þótt ég taki bara 2 er ég ekki búin fyrr en þann 21.!! Glatað. En jú búin með jólakaupin svo það er ekkert stress á mér.

Og já Hildur, þetta er nú ótrúlegt með Danina. Þeir borga fólki hreinlega fyrir allt! Njóttu fríisins.. ;)

 
At 4:30 e.h., Blogger she said...

Hæ Þórey mín og velkomin "heim" !!!


Engin próf á þessum bæ og hrikalega er það ljúft!!!

Er svona öll að komast í jólagírinn, byrjuð á jólakortunum og búin með nokkrar jólagjafir svo þetta hlýtur að smella allt saman fyrir jól ;)

Svo finnst mér voða kósý þessa dagana að hafa kveikt á fullt af kertum, jólatónlist á fóninum og malt&appelsín í könnu á borðinu :O)

p.s. mætir þú í TMC lunch á Thorvaldsen kl. 12 á fös ???

 
At 10:18 e.h., Blogger Thorey said...

Frábært að heyra Silja, hljómar svo kósý. Alveg eins og skammdegið og jólin eiga að vera. Æðislegt að vera ekki í skóla og ekki að vinna! Held að barneignir séu algjörlega málið :)

En jú ég mæti í lunch-inn, hlakka geðveikt til að sjá ykkur á Thorvaldsen.

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile