the
 
the
fimmtudagur, nóvember 23, 2006
Smá niðursveifla

Hlutirnir ganga nú sjaldnast beina leið upp eins og hjá Herra y=x... Var farin að finna fyrir bakinu aðeins í síðustu viku en ekkert mikið samt. Var svo að stökkva í morgun og versnaði það til muna. Hringdi beint í lækninn og mætt til hans 2 klst seinna til að fá 8 sprautur takk fyrir! Hann sagði að sprauturnar hafi legið vel og þetta ætti að verða gott á nokkrum dögum. Tek það rólega um helgina og stekk svo aftur á þriðjudag.

Eftir tímann hjá lækninum fór ég beint í húsgagnabúð og keypti dýrustu rúmdýnuna sem ég hef heyrt um.. Já ég nenni ekki þessu rugli lengur, vil bara sofa vel og hugsa vel um bakið á mér. Dýnan sem ég hef verið á er bara alltof mjúk og ég sef ekki nógu vel ásamt því að hún er þvílíkt slæm fyrir bakið. Fæ hana senda hingað heim um leið og ég kem út aftur eftir áramót.

Annars hitti ég hana Irinu mína í gær og er aðeins rétt rúmur mánuður þar til hún sækir um skilnaðinn. Hún er einfaldlega búin að lifa í fangelsi í 3 ár. Hræðilegt!
Það nýjasta hjá manninum hennar er núna að fara að stofna eigið fyrirtæki. Ætlar að kaupa bíl og skrá fyrirtækið og alla pappíra á hennar nafn... Hún verður sem betur fer farin frá honum áður en hann nær að framkvæma þetta rugl, mundi nú líklega bara enda þannig að hann færi á hausinn og hún í fangelsi.

Mamma Irinu ólst upp hjá pabba sínum og stjúpmóður sem lamdi hana. Hún fór að heiman um 16 ára, bjó þá í 17fm herbergi og vann við að sópa göturnar. Hún kynntist manni og eignaðist Irinu. Sá maður drakk mikið og þau skildu og ólst Irina upp hjá móður sinni í 17fm þar til Irina varð 25 ára. Þá kynntist Irina manni, þau giftust og eignuðust barn. Saman bjuggu þau ásamt móður Irinu í 27fm. Einnig drakk sá maður mikið og því skildi Irina við hann og fór að leita að lausn til Þýskalands. Lausn fyrir son sinn, svo hann gæti átt möguleika í þessum heimi. Fann þennan hræðilega mann og er búin að ganga í gegnum helvíti. Sú stund þegar hún fær frelsið sitt í hendurnar er aðeins nokkrar vikur í burtu.

Svo sagðist ég hafa alist upp í 300fm raðhúsi. "Þessi tala segir mér ekkert, ég veit ekki hversu stórt það er" Var það eina sem hún gat sagt.

Úff hvað maður á það gott!!!

Svo sagði Irina mér að sonur hennar hafi verið í stærfræðiprófi og hafi gert nokkar margföldunarvillur því hann vildi margfalda í huganum í staðinn fyrir að nota blað. 15x15 hafði hann reiknað vitlaust því hann gerði 10x10 + 5x5 og fékk jú 125. Ég reyndi að útskýra eftir minni bestu getu hvernig ég margfalda í huganum og 15x15 væri tilvalið að reikna sem 10x15 + 5x15 og fá þá réttu lausnina 225. Það sem ég er að reyna að segja hérna er vá hvað við erum heppin að fá okkar menntun. Að vera 38 ára og vita í rauninni ekki taktíkina á bakvið eitthvað jafn einfalt og einfaldan hugarreikning fannst mér satt að segja skrítið. Málið með Irinu, hún er fluggáfuð og dugleg kona en vantar bara grunnmenntun. Aldrei tók hún heldur bílpróf því svona mikinn "lúxus" eins og að geta keyrt bíl geta ekki margir í Rússlandi leyft sér.

Hún kann ekki að kveikja á tölvu, hvað þá hún viti hvað stafræn myndavél, tölvupóstur eða msn er. Hún kann ekki stakt orð í ensku en ég var einmitt að segja henni að skóli þýðir school...

Það sem manni finnst svo sjálfsagt, augljóst og einfalt getur verið þveröfugt hjá öðru fólki sem hefur einfaldlega ekki haft peninga til að leita sér þekkingarinnar. Að komast af hefur verið það eina á "to do" listanum.
posted by Thorey @ 19:25  

1 Comments:

At 8:30 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Til þess að fá fyrsta menningarsjokkið þá þurfti ég að fara til Rússlands. Ég vissi ekki við hverju var að búast, og ég öfunda engan sem býr í Moskvu.

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile