the
 
the
þriðjudagur, nóvember 21, 2006
10 dagar

þangað til ég kem heim. Haustið er búið að vera fáránlega fljótt að líða og jólin bara á næsta leiti. Ætla bara að hafa þetta stutta færslu en ég er búin að vera hálf ofvirk í þessu blogg dóti. Alveg týpískt þegar maður á að vera að læra að skella eitt stykki færslu inn og vafra á milli annarra síða. Netið stelur manni stundum.

Langaði bara að segja ykkur hvað mér finnst Gling-Gló diskurinn með Björk og tríó Guðmundar Ingólfssonar mikil snilld. Klárlega einn af bestu íslensku diskunum sem ég hef hlustað á. Svo rúllar Paco-inn í spilaranum ásamt Johnny Cash, Emiliönu Torrini, Noruh Jones, Sigurrós og Incubus. Stefni einmitt á að fara á tónleika með Incubus í mars, það yrði bara geðveikt.

En já, hef það semsagt fínt og allt í standi. Ég frétti af einhverri smá snjókomu heima... hér er bara rok og rigning þessa dagana.

Bis später
posted by Thorey @ 19:27  

2 Comments:

At 12:53 e.h., Blogger Hildur said...

já það er óhætt að segja við við vinkonurnar erum með ólíkan tónlistarsmekk. Knús frá Árósum

 
At 12:59 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

hæ sæta...
Veistu ég er svo sammála með Gling Gló... ég get endalaust hlustað á hann, og svo syngur maður alltaf með hástöfum...

bið að heilsa...
Vertu dugleg að læra og ég sé þig heima fljótlega!
Silja

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile