| 
  
    | 
                        
                          | fimmtudagur, nóvember 30, 2006 |  
                          |  |  
                          | Heim á morgun! 
 Vá ég hef ekkert skrifað í 5 daga..
 Æfingalega séð var vikan bara allt í lagi.  Fyrir um 2 vikum var bara eins og ég hefði hlaupið á vegg því  allt í einu fór mér að vera íllt nánast allsstaðar.  Það þýðir bara eitt, greinilega kominn tími á heimferð og endurhæfingu.  Ég er búin að æfa bara fáránlega vel og mikið og það er bara kominn tími á smá frí.  Mun byrja á að taka mér því nokkurra daga hvíld frá æfingum og liggja í gufunni hans pabba útí garði :)
 
 Eins og þið vitið er ég jú að fara í 2 próf og þarf ég að taka smá ofurlærdóm í 3 vikur.  Kennsla klárast þó ekki fyrr en 8.desember og ég á að skila síðustu heimadæmunum í stærðfræðigreiningu þann 5.desember sem mér finnst eiginlega fáránlega nálægt prófunum.. Við fáum gjörsamlega ekkert upplestrarfrí.  Reyndar er þetta nú svosum ekkert nýtt í verkfræðideildinni svo maður ætti að vera orðinn vanur.
 
 En já ferðataskan er orðin full og vel það.  Er með stærðarinnar köku með mér sem ég ætla að troða í hana en gamli sjúkraþjálfara félaginn minn, Paul, ákvað að gefa mömmu minni eina "Stollu" :)  Hann valdi nú ekkert minnstu stolluna, kakan er 2 kg og pakkinn hálfur meter á lengd og 20cm á breidd.  Takk Paul!
 
 En Paul er einn af mínum uppáhalds hérna.  Hann er um sjötugt, kvenmannslaus og barnslaus og hans gleði er að koma á völlinn, inní sjúkraþjálfunina (hálfgerður "hang out" staður hérna) og spjalla.  Kemur oftast með súpur, kökur eða góðgæti með sér.  Algjör dúllu karl.
 Fyrr á árinu greindist hann með krabbamein og er enn í þeirri erfiðu baráttu.  Búinn að fara í um 11 kimo meðferðir og er orðinn mjög veikbyggður.  Held samt að krabbinn hafi minnkað sem betur fer og hann ætti að eiga góð ár framundan.
 
 En jæja, heyrumst næst á Íslandi...  Ég setti inn eina litla færslu á thorey.net en þær fréttir þær eru svosum ekkert nýjar fyrir ykkur sem hafa lesið bloggið.  Bara smá samantekt frá haustinu.
 
 Hafið það gott elskurnar!
 |  
                          | posted by Thorey @ 18:03   |  
                          |  |  |  |  | 
2 Comments:
Góða ferð heim með kökuna. Vona að þeim heima finnist hún góð. Greinilegt að kallinn er með stórt hjarta...Eins og þú :) Gangi þér vel í prófunum
bape
off white
golden goose outlet
goyard bags
golden goose
kd shoes
off white jordan 1
paul george shoes
goyard
kobe byrant shoes
Skrifa ummæli
<< Home