the
 
the
laugardagur, nóvember 25, 2006
Jólagjafainnkaup í 17 stiga hita!

Við erum að tala um að fólk sat úti á kaffihúsum í dag!!! Veðrið nær bara engri átt hérna. Ég fór í tvær peysur og ákvað að sleppa jakkanum í staðinn í dag þegar ég fór í jólagjafaleiðangur til Kölnar. Nei nei, það var sko einni peysu of mikið því ég var að kafna gjörsamlega úr hita. Ég tók Irinu og son hennar með mér en þetta var hennar 3.skipti í Köln á þessum 3 árum sem hún hefur verið hérna og fyrsta skipti á jólamarkaði. Hvernig er hægt að lifa svona...

En ég taldi mig hafa gert góð kaup og á bara eftir að kaupa nokkrar gjafir en auðvitað gapti Irina yfir öllum þessum kaupum mínum. Sonur hennar samt dauðöfundaði mig því ég sagðist jú fá svipað magn af gjöfum tilbaka. Æ hvað ég verð að senda þeim eitthvað lítið sætt frá Íslandi í jólagjöf.

Bærinn var annars pakkaður í dag. Varla hægt að hreyfa sig fram né afturábak og það í þokkabót á götunni líka. Þ.e ekki bara í búðunum. Kannski eru þetta ellimörk í mér en ég eiginlega þoli ekki að fara í troðfulla búð eða í bæinn þegar svona mikið fólk er.

Hljóp í síðasta sinn 2x5x200 í dag með 2mín milli spretta og 6 milli setta. Gjörsamlega sprengi mig. Ætlaði sko svoleiðis að negla á það í dag og bæta mig enn meira en í síðustu viku. Jú náði fleiri sprettum á 34-35,5s og sá hraðasti var 33,3 en síðustu 3 voru horror í einu orði sagt. Fékk nánast bara asmakast að ég held, allavega náði ég ekki andanaum og tímarnir ekki nema 38 - 40 og 38 aftur!! Var greinilega eitthvað of bjartsýn þarna framanaf.
posted by Thorey @ 18:49  

8 Comments:

At 11:44 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hey hvenær má ég koma í heimsókn... spurning reyndar hvort þú munir eftir mér ennþá... dáldið langt síðan síðast ;) hehehe kveðja darrinn af vatninu góða ;)

 
At 11:45 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég tel mig ekki vera gamlan en ég gjörsamlega þoli ekki pakkaðar götur og búðir af "sjoppurum". Þessar götur sem allir drífa sig á þegar þeir koma til NY eru götur sem ég reyni að forðast eins og heitan eldinn.

Ein spurning um allt annað mál. Er einhver stilling í blogginu þínu þar sem hægt er að kveikja á RSS-fídusinum? Ég sé að þú ert ekki með RSS í gangi á síðunni þinni á meðan ég veit um nokkra aðra blogspot meðlimi sem eru með RSS. Ef þú hefur ekki HUGMYND um hvað ég er að tala þá máttu bara segja það, það er engin skömm að viðurkenna það að þú sért ekki netnörd :D
Ef þú veist hinsvegar allt um málið þá ætla ég formlega að leggja fram pöntun um RSS á síðuna þína ;)

 
At 4:55 e.h., Blogger Thorey said...

hmmm RSS já? Þú segir nokkuð...

Játa að ég er ekki komin svo langt í netheiminum enn að ég viti hvað þú ert að tala um. Það nálgast reyndar heimförin mín og þá hitti ég snillingana þá bræður mína og kippa þeir þessu í lag ásamt myndinni...

Gott að eiga góða að ;)

Ef þú getur útskýrt RSS fyrir mér þá væri það samt alveg vel þegið...

 
At 4:58 e.h., Blogger Thorey said...

En já Darri, blessaður. Hvernig get ég gleymt þér? Auðvitað velkominn í heimsókn hvenær sem er :)

(Vó hvað fólk gæti samt misskilið hér...)

 
At 11:29 e.h., Blogger Katrin said...

ég er sammála þér með pakkaðar götur þoli þær ekki, pottþétt ekki ellimörk þar sem ég er yngri en þú hehe ;)

 
At 10:38 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

RSS gerir manni kleyft að gerast áskrifandi að bloggum. Ef maður les mikið af bloggum sem eru með RSS slóð þá getur maður áskriftað þau. Þannig að þegar einhver ákveður að blogga þá fær maður tilkynningu um það og jafnvel greinina senda til sín æi pósti. RSS sparar manni mikinn tíma sem fer annars í að flakka á milli síða og tékka hvort fólk sé búið að skrifa eða ekki.

Dæmi um RSS slóð er til dæmis : http://blog.sigurjon.com/?feed=rss2

Ég til dæmis nota Google reader til þess að halda utan um öll bloggin sem ég les : http://www.google.com/reader

MJÖG þægilegt!

Ég veit um marga sem nota blogspot sem eru með RSS þannig að ég hélt að það væri bara einhver "on-off" hnappur í kerfinu. Ef þú getur ekki kveikt á þessu þá er það fine by me. Ég kem þá bara í heimsókn :)

Vona að þú áttir þig á því hvað ég er að tala um.

 
At 10:17 e.h., Blogger Thorey said...

Ah ok skil, frekar sniðugt já. Hef bara aldrei heyrt um þetta fyrr. En mun pottþétt tékka á þessu!

Takk samt fyrir að heimsækja síðuna mína :)

 
At 3:32 e.h., Blogger Hildur said...

Já sendu henni og stráknum hennar endilega eitthvað sætt. Alltaf gaman að gleðja fólk eitthvað :) Annars fór ég á þýskan jólamarkað í Birmingham og fannst það bara snilld. Að sjálfsögðu fékk maður sér 1 pint (stóra krús)...Heyrumst skvísa

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile