the
 
the
laugardagur, desember 02, 2006
2. hluti framhaldssögunnar "Ég og mín 50 kíló"

Við lögðum af stað í mini opel corsunni hennar Angi en hún skutlaði okkur út á lestarstöð. Okkur tókst að bröltast áfallalaust í þetta skiptið (í fyrra datt taskan útúr lestinni á leiðinni án þess að ég tæki eftir því..) á flugvölinn en þá hitnaði léttilega í kolunum. Fékk þessa fínu ræðu frá einni þýsku gribbunni um að svona má maður ekki ferðast og blablabla eins og ég væri 10 ára að fara í fyrsta skipti í flug. Hún hreinlega skammaði mig bara. Ég svaraði nú bara rólega að jæja fyrst ég þyrfti að borga þá ætlaði ég frekar bara að finna einhvern til að tékka inn með. "Einhvern ókunnugan" spyr hún. Ég "já". "Nei það er alveg bannað" fékk ég að heyra í þessum skemmtilega þýska gribbutón. "Ok jæja, þá bíð ég eftir einum sem ég þekki og tékka inn með honum!!!" Það voru voða fáir að fljúga heim en loksins kom einhver sem viritist vera íslendingur og ég stökk auðvitað beint á hann. Hann var auðvitað til í tuskið og saman flutum við vandræðalaust í gegn..... með pínu glott í andlitinu :)

Hmm ég reyndar villtist svo aðeins á flugvellinum en ég er bara búin að fara þetta svona trilljón sinnum. Ekki spurja hvernig ég fór að því. Endaði í baggage claim-inu en jú fann hliðið að lokum og náði vélinni...

Og vá hvað það er gott að vera komin heim!! Ég bjóst nú ekki alveg við svona miklum jákvæðum tilfinningum. Ah rúmið mitt er náttúrlega bara það besta og bara einhvern veginn að finna lyktina heima. Svo notalegt eitthvað. Fara svo í gufu og spjalla við foreldra og ömmu og svona hlutir. Bara æði. Var nú ekkert lengi í burtu og leiddist ekkert svo ég er pínu undrandi á sjálfri mér hérna. Vanalega komið heim með trega og viljað fara fljótt aftur út en nei ekki sko núna.

Ætla að taka sundæfingu á morgun. Hluti af endurhæfingarprógramminu mínu hérna. Bara komin á hæli já... Gufa, sund, sjúkraþjálfun, fer svo í litun á morgun og klippingu á mánudaginn... og svo lestur. Fínt líf!
posted by Thorey @ 00:47  

4 Comments:

At 5:51 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Flott að ferðin gekk betur heim heldur en í fyrra!! hvað er málið samt með flugvallafólk, hef svo oft lent á svona leiðinda kellingum...en góð að trixa hana..hehe:) Heyrðu, við að lesa þessa færslu þá bara hlakkar mig ótrúlega mikið til að komast heim...hvenær ferðu aftur ut?
Sigrún Fjeldsted

 
At 10:39 f.h., Blogger Thorey said...

Já maður velur einhvern veginn alltaf vitlaust innritunarborð..

Ég fer út aftur 4.janúar. En þú?

 
At 4:09 e.h., Blogger Hildur said...

Góð...Góða skemmtun á íslandinu góða :)

 
At 6:10 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Fer út 7 jan..
SFS

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile