the
 
the
fimmtudagur, janúar 04, 2007
Aftur í alvöruna

Var að koma aftur til Leverkusen í dag. Tíminn heima er búinn að vera frábær og allt of fljótur að líða. Prófin gengu vel og jólasteikinni kyngdi ég auðveldlega. Áramótin voru voðalega kósý og mikið um fjölskyldusamkomur síðustu vikuna á árinu. Finnst það æðislegt og fátt skemmtilegra en gott fjölskylduhóf með tilheyrandi kræsingum og kjafti. Í einu þeirra var meira að segja stiginn dans en með mismunandi góðum árangri.. ;)

Æfingar gengu bara fínt heima. Sjaldan náð að halda dampi svona vel í jólafríi og prófum eins og núna. Höllinn á þar mikinn þátt ef ekki allan. Formið er þar af leiðandi bara alveg ágætt og ég stökk í gær í göddum á 10 skrefum. Gekk vel fannst mér.

Allt ágætt að frétta af liðinu héðan. Frétti reyndar af pólverjum hérna í æfingabúðum og ég get alveg játað að þetta er ekki mín besta vinkona úr stönginni en sjáum til hvort samkomulagið verði ekki bara ágætt. Anna Rogowska er semsagt hérna og verður til 17.jan.

Ætla að fara og kíkja á liðið

GLEÐILEGT ÁR
posted by Thorey @ 15:38  

6 Comments:

At 5:03 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Velkomin aftur til Leverkrusen
og takk fyrir komuna til mín á Selfoss, það var mjög gaman að þú skyldir koma :)
gangi þér vel að æfa á nýja árinu
kveðja Bryndís

 
At 6:40 e.h., Blogger Thorey said...

Takk Bryndís og gangi þér vel sömueiðis í þínu öllu á nýja árinu.
Það var gaman að koma loksins við og sjá þetta glæislega hús. Samgleðst ykkur

 
At 10:29 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Gaman að heyra í þér áðan. Vona að laxinn hafi verið góður. Mátt alveg senda mér eina góða uppskrift af lax við tækifæri...Knús

 
At 1:55 e.h., Blogger Thorey said...

Sömuleiðis Hildur mín.
Eldaði lax í ofni. Hér er uppskriftin í stuttu máli:
Kreistar appelsínur + smá rifið hýði
Kreistar sítrónur + smá rifið hýði
Kreist lime + smá rifið hýði
Rifin engiferrót
Rúsínur
salt + cayennepipar

Blandað saman og laxinn látinn marinerast í amk hálftíma. Hann síðann settur í fat, smjörklípa yfir og appelsínubátar og stutt inn í ofn. c.a 10-15 min.
Marineringin hituð og bætt smá rjóma í og borin fram sem sósa.

Rosalega gott :)

 
At 2:01 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

NAMMI NAMM... hljómar geðveikt vel

 
At 9:52 f.h., Blogger Thorey said...

gleymdi að það er líka smátt saxaður laukur í marineringunni.

Já þetta bragðast mjög vel

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile