the
 
the
þriðjudagur, desember 19, 2006
2 dagar í jólafrí

Vá hvað ég get ekki beðið eftir því að fara að geta gert eitthvað annað en að læra á milli æfinga. Tók reyndar smá kærluleysi á þetta um helgina og skellti mér í bíó á Mýrina. Fannst hún bara frekar vel gerð og flott mynd. Mjög nákvæmlega gerð eftir bókinni fannst mér og þau léku þetta bara mjög vel.

Prófið á laugardaginn gekk bara rosalega vel. Er samt pínu hrædd um að prófið á fimmtudaginn muni ganga jafn illa og hitt gekk vel. Ekki alveg að fara að brillera í þessari blessuðu stærðfræðigreiningu. En jæja þetta styttist samt allt á endanum hjá mér hægt og rólega og útskrift nálgast.

Ég er að spá hvort ég eigi að fara útí það að skrifa jólakort eftir próf eða bara sleppa því þetta árið. Finnst maður samt verða að skrifa jólakort því mér finnst svo rosalega gaman að fá jólakort sjálf. Hrædd um að ef ég skrifa ekki, fái ég engin kort á næsta ári..
Ég hef nú heila 2 daga til að undirbúa jólin þetta árið, margt hægt að gera á þeim tíma..
posted by Thorey @ 14:45  

3 Comments:

At 8:55 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Slepptu bara jólakortunum í ár, en mundu að senda mér samt ;) Ég elska að fá jólakort!! Knús og gangi þér vel á lokasprettinum. Svo er allt í góðu þótt jólakortin berist ekki fyrr en milli jóla og nýárs!!

 
At 1:24 e.h., Blogger Rikey Huld said...

Þegar að maður er í prófum til jóla þá er maður löglega afsakaður að skrifa ekki jólakort:)

 
At 12:50 e.h., Blogger Thorey said...

Já ég ákvað að sleppa þeim bara þetta árið. Bæti það upp næstu jól..

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile