the
 
the
þriðjudagur, janúar 09, 2007
Stökkæfing og barnagæsla...

Ég stökk í dag en þó bara af 8 skrefum og í engum göddum. Það gekk bara alveg ágætlega og fór ég 3,80. Er að reyna að vinna í því að fara meira upp í loftið í staðinn fyrir að flagga sjálfri mér yfir ránni og það tekur mikinn tíma og þolinmæði í að laga það. Náði að laga það aðeins.

Var svo barnapía í kvöld. Það gerist nú ekki orðið oft að maður passi börn. Roman sem bjó með mér vildi skreppa í mat með konunni og ég sat og horfði á Der Untergang á meðan. Börnin sváfu voða ljúft meðan Berlín varð að örflögum. En í alvöru þá held ég að ég hafi bara aldrei heyrt um svona þæg börn. Sú eldri er 2ja ára og var bara sett inn í rúm rétt fyrir átta og ljósin slökkt. Þar heyrði ég í henni í um hálftíma að leika sér við bangsa og syngja og babbla í um hálftíma þar til hún sofnaði. Hin er hálfsárs og hún var lögð á sama tíma inn í rúm og grét í um 10 mín og sofnaði svo bara. Já lítið mál á þessum bæ að svæfa 2 stk unga.

Í fyrramálið kemur svo nýja dýnan mín. Get ekki beðið! Búin að sofa síðustu 2 nætur á svefnsófa sem ég er með inní herberginu mínu. Fæ bara strax í bakið á að sofa á þeirri gömlu.

Jæja best að hlamma sér á sófann í síðasta sinn. Annaðkvöld fæ ég svo tonn af gestum því þá er síðasta kvöld Yoo hérna og við ætlum að elda og kjafta fram eftir kvöldi. Yoo, Richi, Silke, Lars, Kühni, Angi og Sebastian verða öll hér í mat!! Eins gott að vera fitt fyrir þau átök.
posted by Thorey @ 22:34  

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile