laugardagur, janúar 06, 2007 |
|
Fiskiveisla og Yoo í heimsókn
Hver man ekki eftir suður-kóreska vininum mínum honum Yoo Suk Kim. Hann er staddur hjá okkur í Leverkusen þessa vikuna en hann var heima hjá sér í jólafríi og kom hér við á leiðinni til LA þar sem hann býr og æfir. Í tilefni af því af hann er hér ákvað ég að splæsa í fiskiveislu en ég fór með lax með mér út. Yoo, Richi, Angi og Sebastian fengu því dýrindis kvöldmat í gær. Marineraðan lax í ofni. Tókst bara vel og allir borðuðu á sig gat. Svo var kjaftað fram eftir kvöldi og hlegið mjööööög mikið. Yoo er svo mikill snillingur. |
posted by Thorey @ 14:00   |
|
|
1 Comments:
Ég er að hugsa um að prófa þessa laxauppskrift þína á saumaklúbbnum, enda lítur þetta út fyrir að vera rosalega gott.
Mamma
Skrifa ummæli
<< Home