the
 
the
sunnudagur, janúar 14, 2007
Dorrit og Andri

Fólk sem ég er mjög hrifin af. Dorrit fannst mér koma rosalega vel fram í Kastljósi í kvöld og er hún nú endanlega búin að stimpla sig inn í hjartað á mér. Fannst fyndið hvað hún breyttist í röddinni milli íslenskunnar og enskunnar. Eins og úr barni í mjög gáfaða, virta konu. Sem hún greinilega er í raun. Var svo hjartanlega sammála henni í skoðunum hennar eins og ég var sammála honum Andra Snæ einnig. Fannst góður punktur hjá honum um að við björgum ekkert heiminum með vatnsaflinu okkar. Mér finnst algjörlega að það ætti að fara að hætta að afsaka þessi álver með grænni orku. Græna orkan okkar er svo lítil á heimsvísu að það tekur ekki að tala um hana í þeim skilningi. Nýtum hana fyrir okkur og verndum landið okkar í leiðinni. Gerum Ísland að fyrirmyndar landi í umhverfismálum. Ég held við björgum heiminum frekar með því. Að hafa góð áhrif á aðrar þjóðir með góðri fyrirmynd í hvernig við nýtum landsauðlindir til að gera landið okkar betra en ekki til að skemma það.

Einnig áhugavert að heyra að Alcan er að hóta að fara með álverið burt úr Straumsvík ef ekki verður af stækkunini. Á sama tíma eru þeir að skipuleggja álver í Helguvík og jafnvel Þorlákshöfn sem eru minni en þessi hótunarstærð.

Eitt enn var að hann benti á að með stækkununni, Þorlákshöfn og Helguvík verður Faxaflói og Reykjanesið eitt af stærstu álframleiðslusvæðum í heiminum. Viljum við búa við þessar aðstæður? Hvernig verður mengunin á þessu svæði? Á maður að fara að flytja til Kópaskers ef maður vill búa við ómengaðar aðstæður??

Hvað er að verða um þetta land okkar? Einu sinni hugsaði ég til Íslands með stolti en nú verð ég reið, svekkt og nánast klökk við að hugsa heim. Finnst bara allt á leið til fjandans!!
posted by Thorey @ 22:12  

5 Comments:

At 4:06 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Líst vel á nýja útlitið. En já er alveg sammála þér með Dorrit hún kom ótrúlega vel fram í þessu viðtali. Álit mitt á henni gjörbreyttist.
Sakna þín af hliðarlínunni :)

 
At 4:22 e.h., Blogger Thorey said...

Hæ gaman að heyra frá þér! Já ég sakna þess líka að fá að garga aðeins á þig... hehe Gaman að hvetja þig, þú ert svo dugleg.

Gangi þér vel

 
At 6:44 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég horfði á viðtalið eftir að hafa lesið póstinn þinn (takk fyrir ábendinguna) og mér fannst hún frábær eins og mér hefur alltaf fundist, en það er rétt að hún er mjög barnaleg í tali á íslensku í samanburði við á ensku.
Ég vona að álversstækkunin verði ekki samþykkt. Eins og búið er að koma fram við starfsmenn, sagt upp vegna starfsaldurs (komnir í hæsta launaflokkinn) og svo ætla fara stækka og auka þar af leiðandi mengun og væntanlega ráða nýja starfsmenn finnst mér til skammar. Smá hitamál hjá mér en þörf umræða!!

Er ekki annars allt gott að frétta. Ég sá þú veist um daginn og hann var enn í sömu þröngu buxunum með litlu lappirnar...múhahahaha

 
At 9:27 e.h., Blogger Thorey said...

Hahahaha í alvöru, seeexyyyy... NOT!

Já með álverið. Svo spyr maður sig, hverjir munu vinna öll þessi einhæfu karlastörf? Jú líklega lágt launaðir útlendingar.

 
At 9:51 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Sammála með viðtalið- mjög fróðlegt að horfa á það og ég var mjög ánægð með lífsgildi hennar og viðhorf.

Álversmálin pirra mig líka þvílíkt- vona svo innilega að Hafnfirðingar kjósi móti stækkuninni.

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile