the
 
the
föstudagur, janúar 19, 2007
Brosibros
Var að koma af stökkæfingu og gekk bara mjög vel. Stekk enn bara þó af 10 skrefum en ég náði að vinna svo vel í tækninni að annað eins hefur ekki gerst lengi. Var ein eftir að stökkva með Leszek (vanalega 2-3 sem stökkva saman) og ég nýtti hann í botn. Gaman að hafa hann svona alveg útaf fyrir sig. Stefni á að fara í 12 skref strax eftir helgi.

Planið er svo að maxa í lyftingum seinnipartinn. Hlakka til, hef ekki gert það lengi. Siðan fer ég að sækja eldavél sem Irina var að fá gefins og að lokum á að skella sér í létta innkaupaferð. En það hef ég ekki gert í marga mánuði. Maður verður aðeins að kíkja á útsölurnar svona áður en þær klárast. Síðan er bara ein æfing á morgun og helgarfrí. Helgin verður tekin í maraþon lærdóm.

Í gær var versti stormur sem hefur komið í Þýskalandi í held ég um 50 ár. Margir dóu og fjöldinn allur sem slasaðist. Fannst þetta nú ekkert svo hræðilegt veður samt. Minntist þess bara þegar ég var einu sinni á leiðinni í Öldó í bjálaðri hálku og roki. Þurfti alltaf að fara yfir fótboltavöll og þennan skemmtilega dag steig ég á völlinn, flaug á rassinn og rann horn í horn á rassinum. Tók meira að segja framúr "stóru krökkunum". Maður lét þetta svosum ekkert á sig fá, heldur stóð bara upp um 100 m seinna og hélt áfram sinni leið... Gleymi þessu samt aldrei. Hér er alltaf frí í skólum ef það er hálka eða vont veður. Það ætti að senda þessa þjóðverja í íslenska sveitaskóla leyfa þeim að upplifa alvöru vont veður...
posted by Thorey @ 13:03  

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile