the
 
the
þriðjudagur, janúar 16, 2007
Oh

Ég held ég sé að koma inn í erfiðasta stig meiðslanna núna fyrir utan kannski tímabilið rétt fyrir og eftir aðgerð. Þeim fasa var þó bjargað af utanaðkomandi aðilum eins og SPRON og ÍSÍ með peningalegum stuðningi en þessum fasa verð ég að bjarga algjörlega sjálf.

Carolin Hingst stekkur 4,70 á fyrsta mótinu sínu og setur þýsk met, ný rússnesk að fara 4,65, Silke fer 4,40 á 14 skrefa atrennu (16 full atrenna) en ég enn að stökkva af 10 skrefa atrennu, næ varla að fara 4m og mjög íllt í öxlinni í þokkabót. Að komast aftur í 16 skrefa atrennu mun taka mikið á taugarnar og svo ná að framkvæma þau stökk með góðri tækni verður annar höfuðverkur. Þó ég tali nú ekki um verkinn í öxlinni, hvenær fer hann eiginlega??

Já þið skuluð ekki halda að þetta sé bara allt dans á rósum hérna megin. Stundum stígur maður á þyrnana og þá þarf oft að taka sig saman í andlitinu ef maður ætlar ekki bara að setjast útí horn og grenja.

En engar áhyggjur, ég gefst aldrei upp!
posted by Thorey @ 12:09  

9 Comments:

At 1:50 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Greinilega er þetta enginn dans á rósum. Vona bara að þetta lagist hjá þér. Hugsa til þín.

Kv. Albert

 
At 3:03 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Barattukvedjur! Vona ad thetta muni ganga vel hja ther, er viss um thad...

Annars sa eg bara Dorrit en ekki Andra og eg verd ad taka undir ad hun virkar otrulega vel a mig. Finnst mikid varid i hana, svona dulla og kjarnakvendi i einu :)

Asdis Joh

 
At 3:24 e.h., Blogger Thorey said...

Æ þetta er nú óttalægt væl kannski bara í mér...

Ég er nú auðvitað fegin að vera komin svona langt í gegnum meiðslin en ég var eiginlega bara að fatta að nú fer þetta held ég að taka meira á hausinn en hingað til.

En já Ásdís, dúlla og kjarnakvendi í einu. Algjörlega lýsingin á henni!

 
At 3:43 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Leitt að heyra Þórey mín en ef við lítum á björtu hliðarnar þá ertu nú líklega að standa þig ótrúlega vel í batanum eftir að hafa farið í aðgerð og verið lengi frá æfingum.

Það er alveg við því að búast að öxlin taki sinn tíma í að ná fullum styrk. Betra að fara aðeins hægar í sakirnar en ofreyna öxlina um of. Gangi þér vel !

 
At 11:15 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæ Sæta mín...
Ég get rétt ýmindað mér að þetta er erfitt, en þú hefur verið alveg rosalega sterk og dugleg...

Ég veit þú kemst í gegnum þetta! við vitum hvernig þetta er, maður verður stundum að fá að vera lítil í sér! En ég veit þú vinnur þig í gegnum þetta eins og allt annað!

þú veist þú getur alltaf hóað í mig ef þig vantar einhver til að kvabba í!

Lots of Love
Silja

 
At 1:43 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæ hæ!
Oh hvað ég skil þig...en veit að þú ert einn sá sterkasti karakter sem ég þekki og veit þú munt komast í gegnum þetta...en það þarf oft blóð, svita og tár!
Heyrumst hörkutól!
Sigrún Fjeldsted

 
At 10:04 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Það er líklega ekkert eins deyfandi fyrir sálina eins og sársauki og þess vegna skil ég vel að það koma tímar þar sem manni finnst eins og öll vinnan sé að fara til einskins.

En gleymdu því ekki að þú náðir 5 sæti á Ólympíuleikum. Það þarf sterka persónu til að vinna slíkan árangur þannig að þú "leikur þér" í gegnum þessi meiðsli ;)

 
At 12:08 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Þetta sýnir bara að þú ert mannleg! Ég vona auðvitað að þú náir þínum markmiðum en sama hvernig fer þá muntu alltaf vera hetjan mín!! Mér finnst þú búin að afreka óendanlega miklu og ég er endalaust stolt af þér dúllan mín. Gangi þér rosalega vel. Svo ætla ég að fara bjalla á þig og heyra í þér röddina :)

 
At 1:51 e.h., Blogger Thorey said...

Takk fyrir öllsömul.
Þolinmæði, þolinmæði, þolinmæði, blóð, sviti og þúauns tár....

Þetta hefst allt að lokum.

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile