Keypti mér eitt stykki svona í morgun. Fyrsti alvöru síminn minn!!! Jeij, alltaf verið með eitthvað drasl. Nú mun ég sko taka myndir og senda beint á bloggið mitt. Svo keypti ég mér einnig jakka til að vera í á þessu Ball des Sport. Maður verður nú að líta vel út hjá öllum þessum íþróttasnillinigum sem verða þarna. Ég semsagt ætla bara að vera í jakkanum svona yfir ef mér er kalt. Meika ekki að frjósa allt kvöldið. Svo fór ég til tannlæknis í fyrradag og það þurfti að gera dálítið mikið. Verið í vandræðum með eina tönn í mörg ár og tannlæknirinn ákvað að ég þyrfti að fá bara postulín í tönnuna. Já takk fyrir það! Það kostaði sitt. Síðast en ekki síst eru það blessuðu yndislegu hásinarnar mínar sem hafa þjást í 7 ár. Þær fá loksins almennilega læknismeðferð. Já ég ákvað að kýla á fulla sprautumeðferð (auðvitað ekki cortison) og sjá hvað gerist. Verð bara að tékka á þessu. Tim og Lars fóru báðir í fyrra og hafa ekki fundið neitt í þeim síðan. Ég fæ semsagt 4 sprautur 4 sinnum en þetta þýðir samt það að ég þarf að taka því rólega í 2 vikur. Horfi á þessar 2 vikur út frá 2 sjónarmiðum. 1. Möguleikar á að ég fari á EM minnka í 0,1 %, ég missi kannski af mótinu sem ég ætlaði að byrja á eftir axlarmeiðslin þann 9.febrúar. Get ekki stokkið alla næstu viku og jafvel fram í þá þarnæstu. 2. Hvað eru 2 vikur milli vina?? Ólympíuleikarnir eru eftir 1,5 ár og ef þessar 2 vikur leiða til þess að ég get æft án hásinavandamála þá minnka áhyggjur mínar um 70%. Það er einnig sumarið sem ég er að stefna á með come back, ekki þessi vetur. Mótin núna verða hvort eð er bara basl og svekkelsi. Er ekki bara betra og bíða þar til maður er alveg tilbúinn? Eftir að hafa hugsað þetta í smá tíma þá ákvað ég að skella mér í meðferðina. Ég hefði alveg getað haldið áfram að stökkva með þessum verkjum en það er ekkert gaman að vera alltaf í einhverjum píningum. Einnig var öxlin orðin frekar aum á þessu stökkelsi mínu þannig að þetta er rétta ákvörðunin fyrir allan líkamnn. |
2 Comments:
Ohhhh, þetta er svo ógeðslega nettur sími að ég er alveg grænn af öfund. Ég er búinn að eiga týpurnar tvær á undan þessum (T630 og K750i) og ég get lofað þér því að þú varst að kaupa þér mjög góðan síma.
Til hamingju annars með hin kaupin. Þau munu örugglega skila þér frískari á alla kanta.
Já ég var að kveikja á honum og hann virkar strax rosalega vel á mig. Mjög auðveldur sími með skemmtilegt viðmót. Tekur fáránlega fínar myndir. Aldrei átt Sony Ericsson áður en er strax komin með lagi á hann.
Mjög ánægð!
Skrifa ummæli
<< Home