the
 
the
mánudagur, janúar 22, 2007
HETJUR
varð niðurstaðan :)
Til hamingju!!!!!!!! Ég vissi að þeir mundu nú ekki gefast upp svo auðveldlega!!

Sjálf stökk ég í fyrsta skipti í dag á 12 skrefa atrennu. Það gekk nú ekkert rosa vel en fyrsta æfingin á lengri atrennu gengur sjaldan vel. Stekk aftur í lok vikunnar og vona ég að það verði eitthvað skárra. Náði ekki alveg að finna rythmann í atrennunni og fannst erfitt að finna hvar ég átti að anda... búin að stökkva svo lengi á 10 skrefum að öndunin var orðin föst í þeim rythma. Ef ég anda stuttu áður en ég stekk upp þá missi ég spennuna í líkamanum og næ ekki að stökkva vel. Náði aðeins að laga þetta í lok æfingunnar og er ég því bjartsýnni á næstu æfingu.

Um helgina útskrifaðist stóri bróðir minn hann Albert. Hann er orðinn Kerfisfræðingur!! Með náminu var hann í fullri vinnu plús að hann á konu og tvö börn sem þurfa auðvitað tíma hans líka. Skil ekki hvernig að fór að því að klára þetta! Bara snillingur þar á ferð ;)

Þar sem ég missti af útskriftinni hans ákvað ég í staðinn að skella mér til Hollands að heimsækja Rens og Reneé. Ég var nefninlega viss um að ef ég hefði bara setið heima hefði ég dáið úr heimþrá. Náði að bæla hana ágætlega niður yfir Apocalypto... úff sú er spennandi. Mig virkilega svimaði af spenningi og hélt hrænlega að það mundi líða yfir mig. Fannst hún rosalega vel gerð.

Ég þjáist af síhungri þessa dagana. Er alltaf svöng og get borðað endalaust mikið. Í kvöldmat borðaði ég kúfullan disk af hakki, kartöflum og núðlum og steikti mér svo steik í eftrrétt... Eftir þetta allt var ég ekki enn södd. Ákvað samt að láta þarna gott heita. Fæ mér kannski eitthvað áður en ég fer að sofa.

Sit hérna í gúddí fíling, loksins í góðu skapi (búin að vera eitthvað voða grumpy síðustu daga), með bros á vörn eftir góðan leik, rás 2 á fullu með tónleika með Bubba og heimadæmin í stærðfræðigreiningu IV fyrir framan mig.
posted by Thorey @ 21:21  

2 Comments:

At 11:35 e.h., Blogger Hafdís Ósk said...

Ég lifði mig einmitt svakalega inn í leikina. Var alveg miður mín í gær og vorkenndi þeim svakalega. Dagar sem ekkert gengur upp eru ekki góðir dagar en dagurinn í dag var akkúrat andstaðan við daginn í gær - það gekk hreinlega allt upp! Enda var æðislegt að horfa á leikinn og ég var þvílíkt spennt allan tímann! Veit ekki hvað hefði gerst ef þessi keppni hefði verið í apríl...;) Hugsa að ég hefði tekið eins og eina hraðferð upp á spítala!

Ég er alla vega ótrúlega stolt af því að vera Íslendingur í dag! Og hefði reyndar orðið stolt sama hvernig hefði farið. Hefði huggað mig við að þeir voru alla vega flottastir :)

Gangi þér vel með 12 skrefin þín!

 
At 1:18 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með bróðir þinn. Greinilegt að hann er jafn kraftmikill og systa.
Annars stóðu strákarnir sig eins og hetjur. Hákoni hlakkaði ekkert smá til að fara í vinnuna í dag, var líka að vona að Danir myndu tapa fyrir Noregi en þeir unnu því miður svo ekki gat hann notað það til að stríða vinnufélögunum.
Og svo steik í eftirrétt...hum...ég hefði nú valið mér nammi eða desert en það skýrir kannski smá mun á vaxtarlaginu á okkur...hahahahahha
Heyrumst skvísa og gaman að heyra að þú sért farin að taka fleiri skref...

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile