the
 
the
mánudagur, febrúar 19, 2007
Dagur 1 í raunveruleika
Þá er stóra heimsóknarvikan á enda. Það var ekkert smá æðislegt að fá gesti, takk takk fyrir komuna. Nú eru bara 17 dagar þangað til Kristinn og Alma koma til mín. Það verður líka frábært.

Eins og sést hér að neðan þá var Karnival hérna í Köln um helgina. Hildur og ég kíktum aðeins á laugardeginum til Kölnar, dilluðum okkur við skrúðgöngutónlistina og litum svo við í fullu dressi í snyrtivöruverslun og keyptum okkur ýmislegt skemmtilegt. Höfðum það svo ofur kósý á sunnudeginum, bara dekur, video og út að borða. Gaman að fá svona stelpudag :)

Það kom þvílíka bakslagið í aðra endajaxlaholuna á fimmtudaginn. Þá vaknaði ég eins og ég væri með golfkúlu í kinninni. Fór til læknisins og sagði hann að það væri komin ígerð í holuna. Hann þurfti því að sprauta einhverju inn og ná í drulluna og það var ekki gott get ég sagt ykkur.. úff. En varð strax skárri daginn eftir og er enn í ágætis standi.

Er því komin aftur á fullt í æfingum. Mun stökkva aftur í fyrramálið. Jeij!

En núna, maraþonlærdómur!
posted by Thorey @ 16:19  

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile