the
 
the
miðvikudagur, febrúar 07, 2007
Bít á jaxlinn...
Ég lifði þetta af í gær. Oj hvað það var klýgjulegt þegar hann var að rífa jaxlana úr en ég fann samt ekkert til. Var svo alveg hrikaleg dofin í andlitinu fram eftir degi. Ég fór í endurkomu strax í morgun því læknirinn hafði verið með einhverjar áhyggjur af taugunum. Jaxlarnir voru svo djúpt og nálægt taugunum að hann var hræddur um að hafa skemmt eitthvað. Þá hefði ég ekki haft tilfinningu í neðri vörinni eða ekki lengur fundið neitt bragð af mat. Það hefði nú ekki verið gaman! En þetta fór allt vel og læknirinn sagði bara "PERFEKT"

Dagurinn í gær fór að mestu í svefn og lestur í óskiljanlegri stærðfræði. Ætlaði að horfa á eitt stórt frjálsíþróttamót í sjónvapinu sem var hérna í Dusseldorf en steinsvaf bara... Dagurinn í dag verður eitthvað svipaður. Kíki síðan á æfingu á morgun.

Bætti við tengli á FH-skvísur. Ungar upprennandi stjörnur að skrifa um frjálsar og hvernig gengur að æfa. Gaman að fylgjast með því.

Takk fyrir kommentin og hugulsemina hérna fyrir neðan. Ég er svo fegin að þetta er að verða allt búið í bili.
posted by Thorey @ 10:02  

4 Comments:

At 9:31 e.h., Blogger Hildur said...

Það var eins gott að taugarnar komu heilar út úr þessu, bæði í munninum og þessar huglægu :) Það hefði ekki verið gaman að finna ekkert bragð það sem eftir væri...Gott að þú ert í bata, sjáumst

 
At 5:18 f.h., Blogger Sigurjon said...

Ég ákvað að kommenta ekkert á endajaxlatökuna þína og segja þér frá því hvernig þetta var hjá mér. Þú hefðir pottþétt sleppt því að fara.

Við skulum bara segja að tannlæknirinn minn var ALBLÓÐUGUR í framan og tautaði stanslaust..."Þetta er sko allt í lagi Sigurjón, þetta er ekki eins slæmt og það lítur út fyrir að vera"

 
At 6:50 e.h., Blogger Thorey said...

Já fegin að geta fundið bragð af mat ennþá.

Og Sigurjón takk fyrir að nefna þetta ekki fyrr... Líklega verið frekar óþægilegt.

 
At 7:27 e.h., Blogger Hildur said...

Ég kem á morgun.......veiiiiiii

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile