the
 
the
mánudagur, mars 05, 2007
Rólegheit
Já Danny vann, ánægð með hann!! Björn klaufi að fara ekki hærra en bronsið er samt frábært.
Silke varð 5. og finnst mér það flott hjá henni. Hún á hærri hæðir inni og mun stökkva þær í sumar. Gaman að sjá Feofanovu í fyrsta sæti. Hún er líka orðin svo sæt :)

Já ég fór varla útúr húsi um helgina. Fór jú á æfingu og svo ryksugaði ég bílinn hennar Angi... sem b.t.w hefur líklega aldrei verið ryksugaður. Bara vibbi. Hún er svo dirty stelpan.

En já ég ryskugaði bílinn því í kvöld erum við Irina að fara á tónleika með sópran söngkonunni Montserrat Caballé. Mér finnst ekki gaman að fara fín og hvað þá bjóða öðrum í sínu fínasta pússi uppí grútskítugan bílinn. Svo koma líka Kristinn og Alma á fimmtudaginn :) ´

Ég hef bílinn hennar Angi núna á meðan hún er í ameríkunni. En svo fer ég að fá minn eigin bíl. Það er hægt að leigja bíl í ár í gegnum félagið mitt en það verður að vera þjóðverji. Einn vinur minn ætlar að leigja hann og svo fæ ég hann. Það verður ljúft að hafa loksins bíl....

En lyfta í dag, stökkva á morgun í göddum, lyfta á mið og drilla á fim því á föstudaginn ætla ég að keppa!! Ætla að testa mig á 12 skrefunum og skemmta mér í leiðinni. Býst að sjálfsögðu ekki við neinum árangri. Hlakka rosa til :)
posted by Thorey @ 09:19  

2 Comments:

At 7:47 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Gangi þér vel að keppa!!

 
At 10:28 f.h., Blogger Hildur said...

Ég sendi þér hugarstrauma...Góða skemmtun á óperunni, með brósa og í keppninni. Farvel...

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile