the
 
the
föstudagur, mars 02, 2007
Helgin
EM í frjálsum fer fram um helgina eins og þið vitið vonandi öll :) Óðinn, Sveinn Elías og Kári Steinn kepptu í morgun og var ég bara nokkuð ánægð með ræsinguna þeirra á stórmóti. Nú er bara fyrir þá að setja þetta í reynslubankann og læra af mótinu.
Bjössinn er svo á morgun og verður gaman að fylgjast með því.

Stöngin verður að sjálsögðu þó ein skemmtilegasta greinin og er allt opið bæði hjá körlum og konum. Isinbayeva og Pyrek eru hvorugar með svo hverjar það verða sem fara á pallinn er óútséð. Held með henni Silke minni þar. Hún komst 18 ára gömul í úrslit á ÓL 04 og á heimsmet unglinga innanhúss 4,48. Tók það af Isinbayevu.
Hjá körlunum líta hlutirnir rosalega vel út hjá þjóðverjunum. Ég vil sjá Björn Otto í fyrsta, Danny Ecker í öðru og Tim í þriðja. Björn hefur aldrei verið í toppbaráttu en hann hefur alltaf verið hálf hræddur við að stökkva. Hann hefur gripið frekar lágt alltaf en verið þvílíkt góður að fara afturábak og grætt á því. Hann skipti um þjálfara fyrir 1.5 ári og er hann loksins að herðast drengurinn og er það svona líka að skila sér. Hann hækkaði gripið en sveiflan afturábak hefur haldist og er hann búinn að fara 5,90 í vetur. Frábært hjá honum. Danny er ný giftur og orðinn faðir. Hann var meiddur í öxl (fór í aðgerð 03) og er búinn að vera í meiðslabaksi síðan. Náði samt 5.sæti á ÓL 04. Tim er Tim... kreisí karakter og fíla ég hann misvel. Búið að vera nokkuð mikið um rifrildi milli hans og annarra stökkvara í Þýskalandi. Hann ákvað að hætta í Stabhochsprungsteam og flytja til Munchen. Hann er mikill reynslubolti og seiglan hans er virðingarverð. Átti í raun ekki að vera sendur því Fabian Schultz var búinn að stökkva 5,83 en Tim bara 5,75 í vetur. Hann náði þó 3.sætinu á þýska meistaramótinu og fékk hann því farmiðann.

Helgin er aftur á móti mjög róleg hjá mér. Ég horfi á mótið bara í sófanum í þetta sinn. Irina ætlar að kíkja í heimsókn til mín og svo er bara lærdómur og æfingar að sjálfsögðu á dagskránni.
posted by Thorey @ 15:35  

2 Comments:

At 12:56 e.h., Blogger Hildur said...

Ég held líka með henni Silke þinni, bara af því að ég veit ekkert hverjar hinar eru og hvað þá hvaða karlar þetta eru...hihihi, annars held ég alltaf með þér, þótt þú sért ekki að keppa!!! Góða skemmtun í sófanum fyrir framan imbann :)

 
At 8:05 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Sæl Þórey, Kristín heiti ég og er að gera rannsóknarverkefni um mataræði afreksíþróttafólks.
Langaði að biðja þig um að taka þátt og svara örfáum spurningum sem ég myndi þá senda þér í e-mail. Þín svör myndu skipta mig mjög miklu máli.
Ef þú hefur áhuga, þá er e-mailið hjá mér 22krg@ma.is og ég mun senda þér spurningalistann og nánari upplýsingar.

Kv.
Kristín

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile